3% færri fólksbílar seldir Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2013 15:15 Bílafloti landsmanna eldist hratt og salan er lítil. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar –31 október sl. hefur dregist saman um 3% miðað við sama tímabil árið 2012 en fjöldi nýskráðra fólksbíla á þessu tímabili eru 6685 bílar. Er það fækkun í nýskráningum um 205 bíla miðað við sama tímabil árið 2012 eða samdráttur um 3%. Frá 1.október til 31 október sl. voru nýskráðir 467 fólksbílar og er það fækkun um 52 bíla, eða 10% miðað við sama mánuð árið 2012. Frá ágúst sl. hefur dregið jafnt og þétt úr sölu nýrra bíla. Eru það vonbrigði þar sem flestir töldu sig sjá jákvæð teikn á lofti sem því miður hefur ekki reynst rétt. Endurnýjunarþörfin á bílaflota landsmanna er mikil enda meðalaldur bíla sá elsti hér á landi ef tekið er mið af öðrum Evrópulöndum. Ekki er það eftirsóknarvert sæti í ljósi öryggis og mengunar segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1. janúar –31 október sl. hefur dregist saman um 3% miðað við sama tímabil árið 2012 en fjöldi nýskráðra fólksbíla á þessu tímabili eru 6685 bílar. Er það fækkun í nýskráningum um 205 bíla miðað við sama tímabil árið 2012 eða samdráttur um 3%. Frá 1.október til 31 október sl. voru nýskráðir 467 fólksbílar og er það fækkun um 52 bíla, eða 10% miðað við sama mánuð árið 2012. Frá ágúst sl. hefur dregið jafnt og þétt úr sölu nýrra bíla. Eru það vonbrigði þar sem flestir töldu sig sjá jákvæð teikn á lofti sem því miður hefur ekki reynst rétt. Endurnýjunarþörfin á bílaflota landsmanna er mikil enda meðalaldur bíla sá elsti hér á landi ef tekið er mið af öðrum Evrópulöndum. Ekki er það eftirsóknarvert sæti í ljósi öryggis og mengunar segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent