Fótbolti

Rúrik lagði upp mark í stórsigri FCK

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. Mynd/NordicPhotos/Getty
FC Kaupmannahöfn komst upp í þriðja sæti dönsku úrvaldsdeildarinnar í fótbolta, í bili að minnsta kosti, eftir 4-0 heimasigur á Nordsjælland í dag. Kaupmannahafnarliðið var í 8. sæti fyrir leikinn.

Þetta var þriðji sigur FCK í fjórum leikjum en liðið byrjaði tímabilið ekki vel í dönsku úrvalsdeildinni, tapaði þremur fyrstu leikjunum og fagnaði ekki sigri fyrr en í sjöunda leik. Nú er hinsvegar allt annað að sjá leikmenn FCK.

Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason voru báðir í byrjunarliðinu hjá FCK í dag. Rúrik lagði upp fjórða og síðasta mark liðsins en var síðan tekin af velli skömmu síðar.

Belginn Igor Vetokele skoraði tvö fyrstu mörkin með fjögurra mínútna millibili í upphafi seinni hálfleiks.

Nicolai Jörgensen skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur og Jörgensen var síðan aftur á ferðinni með langskoti á 72. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Rúrik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×