Nýr vetnisbíll frá Toyota Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2013 10:15 Nýi vetnisbíll Toyota er straumlínulagaður. Þó svo faðir Tesla bílanna, Elon Musk hafi ekki trú á framtíð vetnisbíla er ekki svo farið um alla. Toyota mun kynna nýjan vetnisbíl á komandi bílasýningu í Tokyo sem fengið hefur nafnið FCV (Fuel Cell Vehicle). Þessi bíll fer 500 kílómetra á hverjum vetnistanki og mun kosta á bilinu 50-100 þúsund dollara, eða 6-12 milljónir króna. Ekki telst það lágt verð fyrir fólksbíl í millistærðarflokki, svo það er eins gott að hann hafi ýmislegt gott fram að færa. Toyota hefur mikla trú að honum og vetnisnotkun í bíla og á allt eins von á að þarna sé kominn arftaki Prius bílsins. FCV bíllinn er tvöfalt öflugri en núverandi vetnisbíll, Toyota FCHV. Bíllinn sem kynntur er nú er væntanlegur í sölu árið 2015. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent
Þó svo faðir Tesla bílanna, Elon Musk hafi ekki trú á framtíð vetnisbíla er ekki svo farið um alla. Toyota mun kynna nýjan vetnisbíl á komandi bílasýningu í Tokyo sem fengið hefur nafnið FCV (Fuel Cell Vehicle). Þessi bíll fer 500 kílómetra á hverjum vetnistanki og mun kosta á bilinu 50-100 þúsund dollara, eða 6-12 milljónir króna. Ekki telst það lágt verð fyrir fólksbíl í millistærðarflokki, svo það er eins gott að hann hafi ýmislegt gott fram að færa. Toyota hefur mikla trú að honum og vetnisnotkun í bíla og á allt eins von á að þarna sé kominn arftaki Prius bílsins. FCV bíllinn er tvöfalt öflugri en núverandi vetnisbíll, Toyota FCHV. Bíllinn sem kynntur er nú er væntanlegur í sölu árið 2015.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent