Íslenskur spurningaleikur kynntur í New York Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. nóvember 2013 17:13 myndir/ASTRSK PR Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þorsteinn B. Friðriksson, framkvæmdastjóri og stofnandi Plain Vanilla var viðstaddur útgáfuhófið ásamt hópi íslenskra og erlendra starfsmanna. Fullt var út úr dyrum í veislunni en þangað voru meðal annars mættir blaðamenn frá viðskiptamiðlunum Business Insider og Forbes auk fjárfesta og helstu áhrifavalda í tæknibransanum í New York. Þorsteinn hélt stutta tölu þar sem hann kynnti QuizUp og bauð veislugestum að spila leikinn en stöðunni var varpað upp á skjá og gestirnir gátu unnið til verðlauna með því að sigra aðra gesti í leiknum.Svona lítur leikurinn út.Neal Ostrov, markaðsstjóri Plain Vanilla, segir leiksins beðið með mikilli eftirvæntingu. Hann segir að hægt verði að spila leikinn á snjallsíma og spjaldtölvu. „QuizUp er einn fyrsti snjallsíma- og spjaldtölvuleikurinn sem er með sinn eigin samfélagsvef á bakvið leikinn,“ segir Ostrov. Hann segir að markmiðið sé að fólk kynnist og vináttubönd styrkist í gegnum sameiginleg áhugamál sem fólk keppist við að svara spurningum um. Jafnvel gæti fólk kynnst hinum eina rétta eða hinni einu réttu eftir að hafa att kappi í leiknum. Ostrov segist vonast til þess að leikurinn falli í kramið hjá Íslendingum sem hafa, sem kunnugt er, mikinn áhuga á spurningaleikjum en meðal vinsælustu sjónvarpsþátta hér á landi eru spurningakeppnir af ýmsu tagi. Leikjavísir Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þorsteinn B. Friðriksson, framkvæmdastjóri og stofnandi Plain Vanilla var viðstaddur útgáfuhófið ásamt hópi íslenskra og erlendra starfsmanna. Fullt var út úr dyrum í veislunni en þangað voru meðal annars mættir blaðamenn frá viðskiptamiðlunum Business Insider og Forbes auk fjárfesta og helstu áhrifavalda í tæknibransanum í New York. Þorsteinn hélt stutta tölu þar sem hann kynnti QuizUp og bauð veislugestum að spila leikinn en stöðunni var varpað upp á skjá og gestirnir gátu unnið til verðlauna með því að sigra aðra gesti í leiknum.Svona lítur leikurinn út.Neal Ostrov, markaðsstjóri Plain Vanilla, segir leiksins beðið með mikilli eftirvæntingu. Hann segir að hægt verði að spila leikinn á snjallsíma og spjaldtölvu. „QuizUp er einn fyrsti snjallsíma- og spjaldtölvuleikurinn sem er með sinn eigin samfélagsvef á bakvið leikinn,“ segir Ostrov. Hann segir að markmiðið sé að fólk kynnist og vináttubönd styrkist í gegnum sameiginleg áhugamál sem fólk keppist við að svara spurningum um. Jafnvel gæti fólk kynnst hinum eina rétta eða hinni einu réttu eftir að hafa att kappi í leiknum. Ostrov segist vonast til þess að leikurinn falli í kramið hjá Íslendingum sem hafa, sem kunnugt er, mikinn áhuga á spurningaleikjum en meðal vinsælustu sjónvarpsþátta hér á landi eru spurningakeppnir af ýmsu tagi.
Leikjavísir Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira