Nýr Nissan GT-R verður tvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2013 13:30 Nissan GT-R. Alveg mátti búast við því að næsta kynslóð ofurbílsins Nissan GT-R myndi feta sömu slóðir og Porsche 918, McLaren P1 og LaFerrari og í hann yrði settir rafmótorar. Svo til allir ofuröflugir bílar næstu ára verða búnir rafmótorum auk afar öflugra brunavéla. Sölu- og markaðsstjóri Nissan hefur upplýst að næsta kynslóð Nissan GT-R verði með rafmótorum og því verði hann tvinnbíll. Nissan, líkt og aðrir framleiðendur hafa verið ötulir við að búa bíla sína rafmótorum og það sé algjörlega óhjákvæmilegt til að hlýta ströngum kröfum um minni eyðslu þeirra. Markmið Nissan með því að gera GT-R bílinn að tvinnbíl verður ekki bara til þess að gera hann sparneytnari heldur öllu fremur enn öflugri og betri akstursbíl. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur
Alveg mátti búast við því að næsta kynslóð ofurbílsins Nissan GT-R myndi feta sömu slóðir og Porsche 918, McLaren P1 og LaFerrari og í hann yrði settir rafmótorar. Svo til allir ofuröflugir bílar næstu ára verða búnir rafmótorum auk afar öflugra brunavéla. Sölu- og markaðsstjóri Nissan hefur upplýst að næsta kynslóð Nissan GT-R verði með rafmótorum og því verði hann tvinnbíll. Nissan, líkt og aðrir framleiðendur hafa verið ötulir við að búa bíla sína rafmótorum og það sé algjörlega óhjákvæmilegt til að hlýta ströngum kröfum um minni eyðslu þeirra. Markmið Nissan með því að gera GT-R bílinn að tvinnbíl verður ekki bara til þess að gera hann sparneytnari heldur öllu fremur enn öflugri og betri akstursbíl.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur