Peter Schreyer hjá Kia hlaut Gullna stýrið Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2013 15:00 Peter Schreyer með Gullna stýrið. Þýski bílahönnuðurinn Peter Schreyer, yfirhönnuður hjá Kia Motors, hlaut Gullna stýrið fyrir afburða árangur í hönnun í bílaiðnaðinum. Schreyer hefur hannað alla nýju línu bílaflota Kia Motors sem þykir ákaflega vel heppnuð. Það eru þýsku bílaritin Bild am Sonntag og AutoBild sem veita verðlaunin sem þykja mjög eftirsótt.,,Ég er ákaflega stoltur að hljóta þessi mikilvægu verðlaun. Þetta er mikil viðurkenning fyrir mig persónulega en einnig hönnunarteymi Kia um heim allan sem hafa skilað frábærri vinnu,“ segir Schreyer en hann er einungis annar hönnuðurinn sem hlýtur Gullna stýrið frá upphafi en Giogdetto Giugiaro hlaut verðlaunin árið 1995. ,,Kia Motors gaf mér hið einstaka tækifæri að endurhanna heila línu af vönduðum bílum frá grunni og gefa þeim nýtt andlit og nýjan karakter. Þetta hefur verið mikil en skemmtileg áskorun og ég vil þakka fyrir það mikla traust sem mér var sýnt,“ segir Schreyer. Schreyer var á síðasta ári ráðinn sem einn af forstjórum Kia Motors og fyrsti Evrópubúinn sem gegnir starfinu. Schreyer hefur starfað sem yfirhönnuður Kia undanfarin átta ár og átt stærstan þátt í mikilli velgengni Kia bíla á hönnunarsviðinu. Schreyer hefur ásamt hönnunarteymi Kia endurhannað bílaflota suður-kóreska bílaframleiðandans sem unnið hefur til fjölda hönnunarverðlauna um allan heim á undanförnum árum. Má þar nefna bílanna Sportage, Optima, Rio, Picanto, cee‘d og pro_cee‘d. Síðasta verkefni Schreyer sem yfirhönnuður fyrirtækisins var að hanna hinn nýja 7 manna fjölnotabíl Kia Carens sem kom á markað á þessu ári. Hann var áður hönnuður hjá þýsku bílaframleiðendunum Audi og Volkswagen og hannaði m.a. endurnýjuðu VW Bjölluna og Audi TT sportbílinn. Kia Motors hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarin misseri og hefur sala á bílum fyrirtækisins margfaldast. Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent
Þýski bílahönnuðurinn Peter Schreyer, yfirhönnuður hjá Kia Motors, hlaut Gullna stýrið fyrir afburða árangur í hönnun í bílaiðnaðinum. Schreyer hefur hannað alla nýju línu bílaflota Kia Motors sem þykir ákaflega vel heppnuð. Það eru þýsku bílaritin Bild am Sonntag og AutoBild sem veita verðlaunin sem þykja mjög eftirsótt.,,Ég er ákaflega stoltur að hljóta þessi mikilvægu verðlaun. Þetta er mikil viðurkenning fyrir mig persónulega en einnig hönnunarteymi Kia um heim allan sem hafa skilað frábærri vinnu,“ segir Schreyer en hann er einungis annar hönnuðurinn sem hlýtur Gullna stýrið frá upphafi en Giogdetto Giugiaro hlaut verðlaunin árið 1995. ,,Kia Motors gaf mér hið einstaka tækifæri að endurhanna heila línu af vönduðum bílum frá grunni og gefa þeim nýtt andlit og nýjan karakter. Þetta hefur verið mikil en skemmtileg áskorun og ég vil þakka fyrir það mikla traust sem mér var sýnt,“ segir Schreyer. Schreyer var á síðasta ári ráðinn sem einn af forstjórum Kia Motors og fyrsti Evrópubúinn sem gegnir starfinu. Schreyer hefur starfað sem yfirhönnuður Kia undanfarin átta ár og átt stærstan þátt í mikilli velgengni Kia bíla á hönnunarsviðinu. Schreyer hefur ásamt hönnunarteymi Kia endurhannað bílaflota suður-kóreska bílaframleiðandans sem unnið hefur til fjölda hönnunarverðlauna um allan heim á undanförnum árum. Má þar nefna bílanna Sportage, Optima, Rio, Picanto, cee‘d og pro_cee‘d. Síðasta verkefni Schreyer sem yfirhönnuður fyrirtækisins var að hanna hinn nýja 7 manna fjölnotabíl Kia Carens sem kom á markað á þessu ári. Hann var áður hönnuður hjá þýsku bílaframleiðendunum Audi og Volkswagen og hannaði m.a. endurnýjuðu VW Bjölluna og Audi TT sportbílinn. Kia Motors hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarin misseri og hefur sala á bílum fyrirtækisins margfaldast.
Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent