Nissan Qashqai frumsýndur í London í gær Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2013 17:23 Ný kynslóð Nissan Qashqai Heilmikið var um að vera hjá Nissan í London í gær. Þar voru samankomnir hundruðir blaðamanna vegna heimsfrumsýningar á nýjum Nissan Qashqai jepplingi. Á meðal þeirra var bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is. Qashqai skiptir Nissan gríðarmiklu máli í Evrópu og reyndar um allan heim, þar sem hann er söluhæsta bílgerð Nissan. Qashqai kom fyrst á markað árið 2007 og hefur hvorki meira né minna en selst í 2 milljónum eintaka síðan og meirihluti þess hefur selst í Evrópu. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra jepplinga þegar kemur að seldum bílum. Því var þessi kynning mjög þýðingarmikil fyrir Nissan. Ekki urðu þeir sem koma á kynninguna fyrir vonbrigðum því nýr Qashqai er glæsilegur bíll og var hann þó ekki slæmur fyrir. Bíllinn er nú aðeins stærri en mestu munar um hve innrétting bílsins er orðin flott og ríkmannleg. Bíllinn er hreinlega troðinn af nýtískulegum búnaði og fer þar hressilega fram úr keppinautunum. Qashqai er teiknaður í Evrópu og með evrópska kaupendur í huga. Von er á fyrstu eintökum nýs Qashqai til BL í janúar á næsta ári. Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent
Heilmikið var um að vera hjá Nissan í London í gær. Þar voru samankomnir hundruðir blaðamanna vegna heimsfrumsýningar á nýjum Nissan Qashqai jepplingi. Á meðal þeirra var bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is. Qashqai skiptir Nissan gríðarmiklu máli í Evrópu og reyndar um allan heim, þar sem hann er söluhæsta bílgerð Nissan. Qashqai kom fyrst á markað árið 2007 og hefur hvorki meira né minna en selst í 2 milljónum eintaka síðan og meirihluti þess hefur selst í Evrópu. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra jepplinga þegar kemur að seldum bílum. Því var þessi kynning mjög þýðingarmikil fyrir Nissan. Ekki urðu þeir sem koma á kynninguna fyrir vonbrigðum því nýr Qashqai er glæsilegur bíll og var hann þó ekki slæmur fyrir. Bíllinn er nú aðeins stærri en mestu munar um hve innrétting bílsins er orðin flott og ríkmannleg. Bíllinn er hreinlega troðinn af nýtískulegum búnaði og fer þar hressilega fram úr keppinautunum. Qashqai er teiknaður í Evrópu og með evrópska kaupendur í huga. Von er á fyrstu eintökum nýs Qashqai til BL í janúar á næsta ári.
Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent