570 hestafla Panamera Turbo S Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2013 13:45 Porsche Panamera Turbo S Þeir sturtast út nýju bílarnir frá Porsche þessa dagana. Sá nýjasti er ofuröflug gerð af fjögurra hurða lúxusfjölskyldubílnum Panamera, nú með aukanafnið Gran Turismo. Þessi bíll er ekki sérlega latur með sín 570 hestöfl og 750 Nm tog og nær hann 100 km hraða á 3,8 sekúndum, sem er þónokkuð undarlegt fyrir svo stóran bíl. Aflaukningin frá forveranum er 50 hestöfl. Samt eyðir þessi bíll ekki nema 10,2 lítrum á hundraðið, sem er 11% minna en forveri hans gerði. Hann er einnig fáanlegur í lengri gerð og er sá 15 sentimetrum lengri og fer því nokkuð vel um aftursætisfarþega. Nægt er plássið reyndar í styttri gerðinni. Þessi bíll er sem eðlilegt er á nokkuð breiðum dekkjum, þ.e. jafnbreiðum og Porsche 911 Turbo. Bíllinn er á hækkanlegri loftpúðafjöðrun og bremsurnar, sem þróaðar voru í keppnisakstri, eru nú 50% léttari en í forvera hans. Framsætin eru stillanleg á 14 vegu og öll sæti bílsins eru með hitara. Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent
Þeir sturtast út nýju bílarnir frá Porsche þessa dagana. Sá nýjasti er ofuröflug gerð af fjögurra hurða lúxusfjölskyldubílnum Panamera, nú með aukanafnið Gran Turismo. Þessi bíll er ekki sérlega latur með sín 570 hestöfl og 750 Nm tog og nær hann 100 km hraða á 3,8 sekúndum, sem er þónokkuð undarlegt fyrir svo stóran bíl. Aflaukningin frá forveranum er 50 hestöfl. Samt eyðir þessi bíll ekki nema 10,2 lítrum á hundraðið, sem er 11% minna en forveri hans gerði. Hann er einnig fáanlegur í lengri gerð og er sá 15 sentimetrum lengri og fer því nokkuð vel um aftursætisfarþega. Nægt er plássið reyndar í styttri gerðinni. Þessi bíll er sem eðlilegt er á nokkuð breiðum dekkjum, þ.e. jafnbreiðum og Porsche 911 Turbo. Bíllinn er á hækkanlegri loftpúðafjöðrun og bremsurnar, sem þróaðar voru í keppnisakstri, eru nú 50% léttari en í forvera hans. Framsætin eru stillanleg á 14 vegu og öll sæti bílsins eru með hitara.
Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent