Evrópusambandið hlustar á Þjóðverja Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2013 11:45 Í samsetningaverksmiðju BMW í Þýskalandi. Þau undur og stórmerki gerðust í síðustu viku að Evrópusambandið féll frá þeirri fyrri kröfu sinni að allir bílaframleiðendur litu kröfu um 95 g CO2 mengun bíla sinna að meðaltali árið 2020. Sú tala verður endurskoðuð og sett fram innan fárra vikna. Þýsku bílaframleiðendurnir Daimler Benz og BMW höfðu í rökstuðningi sínum bentu á að öllu stærri bílar þeirra en frönsku og ítölsku framleiðendanna myndu eiga í stórkostlegum vandræðum að hlýta þessari kröfu og fyrir vikið myndu tapast mörg störf í þeirra fyrirtækjum. Samhliða kröfunni um 95 g af CO2 máttu evrópskir bílar ekki eyða nema 4 lítrum á hundraðið að meðaltali og það hljómaði jafn illa í eyrum þýskra framleiðenda. Krafa Þjóðverjanna er ennfremur sú að þessum lágu tölum þyrfti ekki að hlýta fyrr en árið 2024, eða 4 árum seinna. Þýsku framleiðendurnir benda á að þeir séu tilbúnir til að hlýta ströngum kröfum um eyðslu og mengun, en markið hafi verið sett of hátt, eða öllu heldur of lágt! Þýsku framleiðendurnir fengu stuðning frá löndum eins og Bretlandi og Póllandi. Umhverfissinnar eru fokreiðir útí Evrópusambandið að hafa beygt sig fyrir Þjóðverjum og að þeir standi í vegi fyrir því að Evrópa taki forystuna í framleiðslu umhverfisvænna bíla. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent
Þau undur og stórmerki gerðust í síðustu viku að Evrópusambandið féll frá þeirri fyrri kröfu sinni að allir bílaframleiðendur litu kröfu um 95 g CO2 mengun bíla sinna að meðaltali árið 2020. Sú tala verður endurskoðuð og sett fram innan fárra vikna. Þýsku bílaframleiðendurnir Daimler Benz og BMW höfðu í rökstuðningi sínum bentu á að öllu stærri bílar þeirra en frönsku og ítölsku framleiðendanna myndu eiga í stórkostlegum vandræðum að hlýta þessari kröfu og fyrir vikið myndu tapast mörg störf í þeirra fyrirtækjum. Samhliða kröfunni um 95 g af CO2 máttu evrópskir bílar ekki eyða nema 4 lítrum á hundraðið að meðaltali og það hljómaði jafn illa í eyrum þýskra framleiðenda. Krafa Þjóðverjanna er ennfremur sú að þessum lágu tölum þyrfti ekki að hlýta fyrr en árið 2024, eða 4 árum seinna. Þýsku framleiðendurnir benda á að þeir séu tilbúnir til að hlýta ströngum kröfum um eyðslu og mengun, en markið hafi verið sett of hátt, eða öllu heldur of lágt! Þýsku framleiðendurnir fengu stuðning frá löndum eins og Bretlandi og Póllandi. Umhverfissinnar eru fokreiðir útí Evrópusambandið að hafa beygt sig fyrir Þjóðverjum og að þeir standi í vegi fyrir því að Evrópa taki forystuna í framleiðslu umhverfisvænna bíla.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent