Kláruðu silkileiðina á Range Rover Hybrid Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2013 13:45 Leiðangursmenn kátir að leiðarlokum. Svo virðist sem fyrirtækinu Jaguar/Land Rover sé mikið í mun að sanna fyrir heimsbyggðinni gæði bíla sinna. Fyrir stuttu var tilkynnt um 16.000 km akstur Land Rover Defender bíls frá London til Höfðaborgar á 10 dögum þar á gæði hans myndi reyna mjög. Þeir hjá Land Rover voru einnig að klára mikla langferð þar sem Range Rover Hybrid bíl var ekið frá verksmiðju Land Rover í Solihull til Mumbai í Indlandi og tók sú ferð 53 daga og voru eknir 16.850 km í ferðinni og farið í gegnum 13 lönd. Þessi leið liggur að stórum hluta um silkileiðina fornu sem kínverskt silki var flutt um löngum til Evrópu. Á leiðinni óku leiðangursmenn í yfir 3.300 metra hæð og hæsti punkturinn var í 5.290 metra hæð. Það sprungu 15 dekk á leiðinni. Bílarnir eyddu ekki nema 6,5 lítrum á hundraðið að meðaltali og alvarlegar bilanir voru engar. Eyðslutölurnar vekja sannarlega athygli fyrir svo stóra bíla. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent
Svo virðist sem fyrirtækinu Jaguar/Land Rover sé mikið í mun að sanna fyrir heimsbyggðinni gæði bíla sinna. Fyrir stuttu var tilkynnt um 16.000 km akstur Land Rover Defender bíls frá London til Höfðaborgar á 10 dögum þar á gæði hans myndi reyna mjög. Þeir hjá Land Rover voru einnig að klára mikla langferð þar sem Range Rover Hybrid bíl var ekið frá verksmiðju Land Rover í Solihull til Mumbai í Indlandi og tók sú ferð 53 daga og voru eknir 16.850 km í ferðinni og farið í gegnum 13 lönd. Þessi leið liggur að stórum hluta um silkileiðina fornu sem kínverskt silki var flutt um löngum til Evrópu. Á leiðinni óku leiðangursmenn í yfir 3.300 metra hæð og hæsti punkturinn var í 5.290 metra hæð. Það sprungu 15 dekk á leiðinni. Bílarnir eyddu ekki nema 6,5 lítrum á hundraðið að meðaltali og alvarlegar bilanir voru engar. Eyðslutölurnar vekja sannarlega athygli fyrir svo stóra bíla.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent