Fótbolti

Miðasala á Ísland-Króatía hefst í fyrsta lagi um næstu helgi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Miðasala á leik Íslands og Króatíu í umspili um sæti á HM í Brasilíu 2014 hefst þegar leiktími hefur verið staðfestur, fjöldi miða til mótherja hefur verið staðfestur og ljóst er að miðasölukerfi geti tekið við miklu álagi. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Miðasalan fer sem fyrr fram á vefsíðunni midi.is.  Í samráði við forsvarsmenn midi.is og samkvæmt ráðleggingum þeirra var ákveðið að setja miðasöluna ekki í gang á sama tíma og miðasala á aðra stórviðburði er í fullum gangi, einfaldlega til að tryggja að miðasölukerfið standist álagið sem óumflýjanlega verður á því.

Af ofangreindum ástæðum getur miðasala ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi um næstu helgi og verða frekari upplýsingar settar á síðuna þegar þær liggja fyrir.

Miðaverð verður óbreytt frá síðustu leikjum.  Að venju verður forsöluafsláttur og 50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri og reiknast það af fullu verði. Einungis verður hægt að kaupa miða hjá http://www.midi.is/.

Það er hægt að sjá verðin með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×