Aflmikill, ódýr, léttur og sparneytinn Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2013 13:15 Caterham framleiðir afar skemmtilega sportbíla sem sameina margt það allra besta sem áhugamenn um aflmikla og aksturshæfa bíla dreymir um. Nýjasta afurð bretanna frá Caterham heitir AeroSeven og vegur aðeins 490 kíló, er 6,5 sekúndur í hundraðið, með hámarkshraðann 160 og liggur eins og klessa. Hann kostar aðeins 2,9 milljónir í Bretlandi. Hlutfallið hestöfl pr. tonn er 161 hestafl sem gerir hann að afar öflugum bíl þó svo hann sé einungis með 79 hestafla Suzuki mótor sem er þriggja strokka. Einnig má fá þennan bíl með 240 hestafla tveggja lítra vél sem skilar honum í hundraðið á innan við 4 sekúndum. Caterham er einnig að vinna að bíl með minni vélinni sem er byggður með koltrefjum og þá verður hann ennþá sneggri og með enn betri aksturshæfni. Sá bíll mun kosta aðeins meira, eða 3,5 milljónir króna. Allir gerðir þessa bíls eru tveggja sæta. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent
Caterham framleiðir afar skemmtilega sportbíla sem sameina margt það allra besta sem áhugamenn um aflmikla og aksturshæfa bíla dreymir um. Nýjasta afurð bretanna frá Caterham heitir AeroSeven og vegur aðeins 490 kíló, er 6,5 sekúndur í hundraðið, með hámarkshraðann 160 og liggur eins og klessa. Hann kostar aðeins 2,9 milljónir í Bretlandi. Hlutfallið hestöfl pr. tonn er 161 hestafl sem gerir hann að afar öflugum bíl þó svo hann sé einungis með 79 hestafla Suzuki mótor sem er þriggja strokka. Einnig má fá þennan bíl með 240 hestafla tveggja lítra vél sem skilar honum í hundraðið á innan við 4 sekúndum. Caterham er einnig að vinna að bíl með minni vélinni sem er byggður með koltrefjum og þá verður hann ennþá sneggri og með enn betri aksturshæfni. Sá bíll mun kosta aðeins meira, eða 3,5 milljónir króna. Allir gerðir þessa bíls eru tveggja sæta.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent