Fótbolti

Á ekki von á að Ísland valti yfir Serbíu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, kynnti í gær hóp sinn fyrir viðureignina gegn Sviss í undankeppni HM 2015 sem fram fer ytra þann 31. október.

Ísland hefur fjórum sinnum mætta Serbíu og unnið sigur í öll skiptin. Markatalan er 16-0.

„Ég vona að 9-0 sigur Sviss á Serbíu fari ekki vitlaust í hausinn á okkur. Við þurfum að muna að svissneska liðið er mjög gott,“ segir Freyr.

Sviss kom í kjölfarið til Íslands og vann afar sannfærandi 2-0 sigur.

„Ég á ekki von á því að við förum til Serbíu og völtum yfir þær,“ segir Freyr. Hann minnir að síðasti sigur hafi unnist 2-0 eftir að markalaust var í hálfleik.

Landsliðsþjálfarinn segir styrkleika Serba vera fram á við. Liðið hafi unga og efnilega leikmenn meðal annars á mála hjá Evrópumeisturum Wolfsburg og Barcelona. Þá er Danka Podovic, leikmaður Stjörnunnar, einn af lykilmönnum liðsins.

Hópurinn var tilkynntur í gær og má sjá hann hér. Þá ræddi Freyr einnig um nýliðann Guðmundu Brynju Óladóttur og möguleika Íslands á að komast á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×