Honda kynnir lítinn blæjubíl í Tokyo Finnur Thorlacius skrifar 24. október 2013 10:30 Honda er ekki ýkja þekkt fyrir framleiðslu blæjubíla. Undantekningar frá því eru reyndar Honda S2000 og Honda Civic del Sol. Á bílasýningunni í Tokyo mun Honda hinsvegar kynna smávaxinn blæjubíl sem fengið hefur nafnið Honda S660, en nafnið bendir til þess að vélin í bílnum sé 0,66 lítra, sem verður að teljast agnarlítil en er örugglega spræk í þessum litla bíl. Ef til vill er þessi bíll svarið við Mazda MX-5 bílnum, sem og Toyota GT-86/Subaru BRZ. Honda mun einnig kynna jeppling sem byggður er á sama undirvagni og smábíllinn Jazz, en hann hefur verið kallaður Urban SUV Concept hingað til, hvað sem hann svo mun heita á sýningunni. Honda mun einnig sýna NSX sportbílinn og heilan helling af mótorhjólum. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent
Honda er ekki ýkja þekkt fyrir framleiðslu blæjubíla. Undantekningar frá því eru reyndar Honda S2000 og Honda Civic del Sol. Á bílasýningunni í Tokyo mun Honda hinsvegar kynna smávaxinn blæjubíl sem fengið hefur nafnið Honda S660, en nafnið bendir til þess að vélin í bílnum sé 0,66 lítra, sem verður að teljast agnarlítil en er örugglega spræk í þessum litla bíl. Ef til vill er þessi bíll svarið við Mazda MX-5 bílnum, sem og Toyota GT-86/Subaru BRZ. Honda mun einnig kynna jeppling sem byggður er á sama undirvagni og smábíllinn Jazz, en hann hefur verið kallaður Urban SUV Concept hingað til, hvað sem hann svo mun heita á sýningunni. Honda mun einnig sýna NSX sportbílinn og heilan helling af mótorhjólum.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent