Honda kynnir lítinn blæjubíl í Tokyo Finnur Thorlacius skrifar 24. október 2013 10:30 Honda er ekki ýkja þekkt fyrir framleiðslu blæjubíla. Undantekningar frá því eru reyndar Honda S2000 og Honda Civic del Sol. Á bílasýningunni í Tokyo mun Honda hinsvegar kynna smávaxinn blæjubíl sem fengið hefur nafnið Honda S660, en nafnið bendir til þess að vélin í bílnum sé 0,66 lítra, sem verður að teljast agnarlítil en er örugglega spræk í þessum litla bíl. Ef til vill er þessi bíll svarið við Mazda MX-5 bílnum, sem og Toyota GT-86/Subaru BRZ. Honda mun einnig kynna jeppling sem byggður er á sama undirvagni og smábíllinn Jazz, en hann hefur verið kallaður Urban SUV Concept hingað til, hvað sem hann svo mun heita á sýningunni. Honda mun einnig sýna NSX sportbílinn og heilan helling af mótorhjólum. Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent
Honda er ekki ýkja þekkt fyrir framleiðslu blæjubíla. Undantekningar frá því eru reyndar Honda S2000 og Honda Civic del Sol. Á bílasýningunni í Tokyo mun Honda hinsvegar kynna smávaxinn blæjubíl sem fengið hefur nafnið Honda S660, en nafnið bendir til þess að vélin í bílnum sé 0,66 lítra, sem verður að teljast agnarlítil en er örugglega spræk í þessum litla bíl. Ef til vill er þessi bíll svarið við Mazda MX-5 bílnum, sem og Toyota GT-86/Subaru BRZ. Honda mun einnig kynna jeppling sem byggður er á sama undirvagni og smábíllinn Jazz, en hann hefur verið kallaður Urban SUV Concept hingað til, hvað sem hann svo mun heita á sýningunni. Honda mun einnig sýna NSX sportbílinn og heilan helling af mótorhjólum.
Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent