Innlent

Á­tján ár liðin frá snjóflóðinu á Flat­eyri

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frá björgunaraðgerðum á Flateyri þann 26. október 1995.
Frá björgunaraðgerðum á Flateyri þann 26. október 1995. mynd/gva

Átján ár eru liðin frá snjóflóðinu á Flateyri þar sem tuttugu manns fórust aðfaranótt 26. október. Meðal þeirra sem fórust var heil fjölskylda en tíu komust lífs af. Í janúar sama ár féll snjóflóð á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðarhús. Fórust 14 manns í því flóði.



Efnt var til söfnunar fyrir þá sem áttu um sárt að binda vegna flóðanna og var í kjölfarið reistur mikill snjóflóðavarnargarður fyrir ofan Flateyri.



Í frétt BB.is um flóðið segir að mikil fólksfækkun hafi orðið á Flateyri undanfarin ár en þó verði ekki séð að það sé tengt afleiðingum flóðsins. Rannsóknir sem hafi verið gerðar meðal þeirra sem lifðu flóðið af bendi til þess að nokkuð sé um áfallastreituröskun í hópnum en hún virðist meiri hjá þeim sem fluttu á brott eftir flóðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×