Samstarfi GM og PSA að ljúka? Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2013 10:45 Merki Peugeot og General Motors General Motors og Peugeot/Citroën höfðu planlagt að smíða saman einar 40 nýjar gerðir bíla sem nota myndu að stórum hluta sömu íhluti. Nú virðist sem lítið standi eftir af þessum áformum og líklega aðeins tveir bílar fyrirtækjanna verði sameiginlegir, þ.e. Opel Meriva og Citroën C4 Picasso. GM og PSA eru enn í samstarfi við innkaup á íhlutum, en áform um sameiginlega þróun bíla eins og Opel Corsa, Peugeot 208 og Citroën C3 smábílana virðist vera úr myndinni. GM ætlar að þróa nýja gerð Opel Corsa sjálft og nota til þess sama undirvagn og er í bílunum Chevrolet Spark og Buick Encore. Ein af stóru ástæðum þess að samstarf GM og PSA virðist vera að liðast í sundur eru áform PSA að selja hinu kínverska bílafyrirtæki Dongfeng 30% hlut í PSA. Það líkar GM ekki þar sem Dongfeng er samkeppnisaðili SAIC í Kína, en GM á í samstarfi við SAIC í Kína og framleiðir SAIC bíla GM þar. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent
General Motors og Peugeot/Citroën höfðu planlagt að smíða saman einar 40 nýjar gerðir bíla sem nota myndu að stórum hluta sömu íhluti. Nú virðist sem lítið standi eftir af þessum áformum og líklega aðeins tveir bílar fyrirtækjanna verði sameiginlegir, þ.e. Opel Meriva og Citroën C4 Picasso. GM og PSA eru enn í samstarfi við innkaup á íhlutum, en áform um sameiginlega þróun bíla eins og Opel Corsa, Peugeot 208 og Citroën C3 smábílana virðist vera úr myndinni. GM ætlar að þróa nýja gerð Opel Corsa sjálft og nota til þess sama undirvagn og er í bílunum Chevrolet Spark og Buick Encore. Ein af stóru ástæðum þess að samstarf GM og PSA virðist vera að liðast í sundur eru áform PSA að selja hinu kínverska bílafyrirtæki Dongfeng 30% hlut í PSA. Það líkar GM ekki þar sem Dongfeng er samkeppnisaðili SAIC í Kína, en GM á í samstarfi við SAIC í Kína og framleiðir SAIC bíla GM þar.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent