Íhlutaskortur á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2013 10:15 Bandarískir bílaframleiðendur gætu átt í vandræðum með framleiðslu bíla sinna á næsta ári vegna íhlutaskorts í rafkerfi þeirra. Könnun sem gerð var á meðal framleiðenda íhluta í bíla í Bandaríkjunum bendir til að skortur gæti orðið á þeim á næsta ári ef spá um aukna sölu bíla þar rætist. Sérstaklega á þetta við um íhlutaframleiðendur í rafkerfum bíla, undirvagni og fjöðrunarbúnaði. Af 100 íhlutabirgjum ættu 28% þeirra í vandræðum með að framleiða uppí þessa spá og sú tala rís í 38% í tilfelli rafkerfaframleiðenda. Bíliðnaðurinn er því greinilega kominn að mörkum framleiðslugetunnar og ýmis ljón eru í veginum svo auka megi framleiðslugetu þeirra hratt. Staðan er misjöfn milli bandarísku framleiðendanna stóru, en Chrysler virðist standa verst að vígi, en 42% af birgjum þeirra segjast eiga í erfiðleikum með að mæta ætlaðri þörf. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent
Könnun sem gerð var á meðal framleiðenda íhluta í bíla í Bandaríkjunum bendir til að skortur gæti orðið á þeim á næsta ári ef spá um aukna sölu bíla þar rætist. Sérstaklega á þetta við um íhlutaframleiðendur í rafkerfum bíla, undirvagni og fjöðrunarbúnaði. Af 100 íhlutabirgjum ættu 28% þeirra í vandræðum með að framleiða uppí þessa spá og sú tala rís í 38% í tilfelli rafkerfaframleiðenda. Bíliðnaðurinn er því greinilega kominn að mörkum framleiðslugetunnar og ýmis ljón eru í veginum svo auka megi framleiðslugetu þeirra hratt. Staðan er misjöfn milli bandarísku framleiðendanna stóru, en Chrysler virðist standa verst að vígi, en 42% af birgjum þeirra segjast eiga í erfiðleikum með að mæta ætlaðri þörf.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent