Japanskir bílar enn áreiðanlegastir Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2013 08:45 Toyota bílar í röðum Á hverju ári birtir Consumer Reports í Bandaríkjunum lista yfir þá bílaframleiðendur sem framleiða áreiðanlegustu bíla sem seldir eru þarlendis. Ekki kemur á óvart að japanskir bílaframleiðendur eru afar áberandi á topp 10 listanum og eiga þar 7 fulltrúa. Lexus trónir efst, svo Toyota og Acura, lúxusmerki Honda, er í þriðja sæti. Audi er efst evrópskra framleiðenda í 4. sæti listans og hækkar sig um fjögur sæti frá því í fyrra. Mazda og Infinity, lúxusmerki Nissan, eru svo í fimmta og sjötta sæti listans og Volvo í sjöunda. Enn einn japanski framleiðandinn er svo í áttunda sætinu, þ.e. Honda og Subaru er í tíunda. Milli þeirra í níunda sætinu er GMC, eitt bandarískra merkja á topp 10 listanum. Scion, sem er í eigu Toyota og framleiðir bíla sem höfða eiga til yngri kynslóðarinnar í Bandaríkjunum, hrundi hressilega niður listann á milli ára og er nú í 11. sæti en var í 2. sæti í fyrra. Subaru féll um 5 sæti og Nissan féll um 9 sæti og vermir nú 22. sæti listans og sker sig því úr frá öðrum japönskum framleiðendum. Benz og BMW hækkuðu sig bæði um eitt sæti og eru nú í 13. og 15. sæti. Buick hækkaði um 9 sæti og er nú í 12. sæti listans. Í könnun Consumer Reports voru bílar kannaðir í 18 mismunandi flokkum bíla og voru efstu bílar í 14 flokkum frá Japan og evrópskir bílar voru á toppnum í hinum 4 flokkunum. Enginn bíll frá bandarískum framleiðanda vann neinn af þessum 18 flokkum og er það áhyggjuefni fyrir þetta mikla bílaframleiðsluland. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Á hverju ári birtir Consumer Reports í Bandaríkjunum lista yfir þá bílaframleiðendur sem framleiða áreiðanlegustu bíla sem seldir eru þarlendis. Ekki kemur á óvart að japanskir bílaframleiðendur eru afar áberandi á topp 10 listanum og eiga þar 7 fulltrúa. Lexus trónir efst, svo Toyota og Acura, lúxusmerki Honda, er í þriðja sæti. Audi er efst evrópskra framleiðenda í 4. sæti listans og hækkar sig um fjögur sæti frá því í fyrra. Mazda og Infinity, lúxusmerki Nissan, eru svo í fimmta og sjötta sæti listans og Volvo í sjöunda. Enn einn japanski framleiðandinn er svo í áttunda sætinu, þ.e. Honda og Subaru er í tíunda. Milli þeirra í níunda sætinu er GMC, eitt bandarískra merkja á topp 10 listanum. Scion, sem er í eigu Toyota og framleiðir bíla sem höfða eiga til yngri kynslóðarinnar í Bandaríkjunum, hrundi hressilega niður listann á milli ára og er nú í 11. sæti en var í 2. sæti í fyrra. Subaru féll um 5 sæti og Nissan féll um 9 sæti og vermir nú 22. sæti listans og sker sig því úr frá öðrum japönskum framleiðendum. Benz og BMW hækkuðu sig bæði um eitt sæti og eru nú í 13. og 15. sæti. Buick hækkaði um 9 sæti og er nú í 12. sæti listans. Í könnun Consumer Reports voru bílar kannaðir í 18 mismunandi flokkum bíla og voru efstu bílar í 14 flokkum frá Japan og evrópskir bílar voru á toppnum í hinum 4 flokkunum. Enginn bíll frá bandarískum framleiðanda vann neinn af þessum 18 flokkum og er það áhyggjuefni fyrir þetta mikla bílaframleiðsluland.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent