Fótbolti

Heimir: Mætið í bláu og búið til stemmningu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Daníel
„Þið sem ætlið að mæta á völlinn. Ekki mæta til að njóta stemmningar heldur mætið til að búa til stemmningu.“

Þannig voru lokaorð Heimir Hallgrímssonar, aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins, á blaðamannafundi á Hótel Nordica í dag. Heimir og Lars Lagerbäck sátu fyrir svörum.

Uppselt er á völlinn og ekki er von á neinum stuðningsmönnum frá Kýpur. Því ættu tíu þúsund stuðningsmenn Íslands að geta búið til mikla stemmningu í Laugardalnum annað kvöld.

Heimir hvatti fólk til þess að mæta í bláu og nefndi sérstaklega stuðningsmenn Fram, Stjörnunnar og Valsmenn í varabúningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×