Reiðhjólastell sem vegur 870 grömm Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2013 13:30 Þau gerast ekki léttari reiðhjólin. Það er deginum ljósara að því léttari sem reiðhjól eru því minna þarf að hafa fyrir því að stíga þau. Því eru mörg þeirra með léttu álstelli, en sumir ganga lengra og nota rándýrar koltrefjar sem vega ótrúlega lítið. Reiðhjólafyrirtækið Vandeyk hefur nú smíðað reiðhjól með grind sem vegur aðeins 870 grömm, en þá eru reyndar ótaldir þeir hlutir sem raðast á það, svo sem gírar, bremsur, sæti, hjólasveif og fleira. Hjólið kostar enga smáaura, eða 1.550.000 krónur, en hver á slíkt í hverjum vasa! Vandeyk fyrirtækið leitaði í smiðju ekki lakari aðila en Formúlu 1 bílasmiðsins Ralf Brand, sem vann áður fyrir Sauber liðið. Hann hefur einnig smíðað fyrir Toro Rosso, Opel bílafyrirtækið og Nascar keppnisbíla. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent
Það er deginum ljósara að því léttari sem reiðhjól eru því minna þarf að hafa fyrir því að stíga þau. Því eru mörg þeirra með léttu álstelli, en sumir ganga lengra og nota rándýrar koltrefjar sem vega ótrúlega lítið. Reiðhjólafyrirtækið Vandeyk hefur nú smíðað reiðhjól með grind sem vegur aðeins 870 grömm, en þá eru reyndar ótaldir þeir hlutir sem raðast á það, svo sem gírar, bremsur, sæti, hjólasveif og fleira. Hjólið kostar enga smáaura, eða 1.550.000 krónur, en hver á slíkt í hverjum vasa! Vandeyk fyrirtækið leitaði í smiðju ekki lakari aðila en Formúlu 1 bílasmiðsins Ralf Brand, sem vann áður fyrir Sauber liðið. Hann hefur einnig smíðað fyrir Toro Rosso, Opel bílafyrirtækið og Nascar keppnisbíla.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent