Fótbolti

Þóra sænskur meistari í þriðja sinn á fjórum árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þóra Björg Helgadóttir.
Þóra Björg Helgadóttir. Mynd/Arnþór
Þóra Björg Helgadóttir, markvörður sænska liðsins LdB Malmö, hefur verið með í öllum þremur Svíþjóðartitlum LdB Malmö á undanförnum fjórum árum og hefur alltaf verið með annan Íslending með sér.

Í fyrsta titlinum fyrir þremur árum þá voru þær Þóra og Dóra Stefánsdóttir sænskir meistarar með LdB Malmö. Þetta var þá fyrsti stóri titill kvennaliðs félagsins frá því að liðið varð sænskur bikarmeistari 1997 og fyrsti meistaratitilinn í sextán ár.

Þóra og Sara Björk Gunnarsdóttir hafa síðan verið sænskir meistarar saman tvisvar sinnum á síðustu þremur árum auk þess að missa naumlega af titlinum í fyrra.

Þóra er ein af átta leikmönnum LdB Malmö sem hafa verið með í öllum þremur titlinum en hinar eru þær Malin Levenstad, Amanda Ilestedt, Elin Rubensson, Manon Melis, Therese Sjögran og Frida Nordin en sú síðastnefnda hefur lítið verið með í ár.

 

Hollenski framherjinn Manon Melis hefur verið sænsku meistari þrjú síðustu tímabilin sín með LdB Malmö því hún lék með Linköping þegar Malmö-liðið missti af titlinum í fyrra.


Tengdar fréttir

Sara skoraði þegar hún og Þóra urðu sænskir meistarar

Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir urðu í dag sænskir meistarar í annað skiptið á þremur árum eftir að LdB Malmö vann 2-0 heimasigur á Umeå í næstsíðustu umferð sænsku kvennadeildarinnar. Malmö þurfti bara eitt stig til þess að tryggja sér titilinn en liðið er með sex stiga forskot á Tyresö þegar aðeins ein umferð er eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×