Villisvín ræðst á vegfarendur Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2013 12:35 Mjög skrítin myndskeið sjást reglulega frá umferðinni í Rússlandi og hér er engin undantekning frá því. Aldrei þessu vant er það ekki beint af grimmri og miskunnarlausri umferðarmenningunni þar heldur úr sveitum Rússlands þar sem meðal annars finnast villisvín með ákveðnar skoðanir. Villisvínið sem hér kemur við sögu er ekkert sérlega vel við það fólk sem á vegi þess verður og ræðst á það, enda eru villisvín ekki þekkt fyrir linkind í samskiptum við mannfólk. Það má reyndar einnig segja um Rússa, enda tekur einn þeirra til þess ráðs að lemja villisvínið með vaski sem hann finnur nærliggjandi og hefur á endanum svínið undir. Í kjölfar þess ekur sá bíll sem myndavélin er í yfir svínið til að tryggja það að árásum þess linni. Ástæða er til að vara þá við sem ekki vilja vera vitni að þessum endalokum villisvínsins. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent
Mjög skrítin myndskeið sjást reglulega frá umferðinni í Rússlandi og hér er engin undantekning frá því. Aldrei þessu vant er það ekki beint af grimmri og miskunnarlausri umferðarmenningunni þar heldur úr sveitum Rússlands þar sem meðal annars finnast villisvín með ákveðnar skoðanir. Villisvínið sem hér kemur við sögu er ekkert sérlega vel við það fólk sem á vegi þess verður og ræðst á það, enda eru villisvín ekki þekkt fyrir linkind í samskiptum við mannfólk. Það má reyndar einnig segja um Rússa, enda tekur einn þeirra til þess ráðs að lemja villisvínið með vaski sem hann finnur nærliggjandi og hefur á endanum svínið undir. Í kjölfar þess ekur sá bíll sem myndavélin er í yfir svínið til að tryggja það að árásum þess linni. Ástæða er til að vara þá við sem ekki vilja vera vitni að þessum endalokum villisvínsins.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent