Ford ætlar á lúxusbílamarkaðinn Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2013 10:15 Ford Mondeo Vignale Á bílasýningunni í Frankfürt í síðasta mánuði sýndi Ford Vignale bíl sinn, sem er lúxusútgáfa af Mondeo bílnum. Hann verður sá fyrsti sem Ford mun kynna í nýrri lúxusbíladeild sinni. Ford ætlar greinilega ekki að eftirláta þýsku lúxusbílaframleiðendunum Audi, BMW og Mercedes Benz, sem og Lexus, Infinity og Acura frá Japan alveg um þennan markað. Ekki er ljóst hve margar bílgerðir Ford ætlar að bjóða undir þessum merkjum, en þessir bílar verði á sama verðbili og ST kraftabílar Ford. Þessir bílar eiga samt að draga að annarsskonar markhóp, sem sækist eftir miklum gæðum og lúxus í bílum sínum. Ford segir að þessi hópur bílkaupenda tilheyri efsta 15% laginu í verðbili bíla. Vignale bílar Ford verða víst 10% dýrari en Titanium útfærslur, þ.e. dýrustu útfærslur núverandi bíla Ford. Um 500 söluaðilar Ford í Evrópu munu selja Vignale útfærslurnar og áætla Ford menn að sala þeirra verði um 10% af sölu allra Ford bíla í Evrópu, en um 5% heildarsölunnar í heiminum. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent
Á bílasýningunni í Frankfürt í síðasta mánuði sýndi Ford Vignale bíl sinn, sem er lúxusútgáfa af Mondeo bílnum. Hann verður sá fyrsti sem Ford mun kynna í nýrri lúxusbíladeild sinni. Ford ætlar greinilega ekki að eftirláta þýsku lúxusbílaframleiðendunum Audi, BMW og Mercedes Benz, sem og Lexus, Infinity og Acura frá Japan alveg um þennan markað. Ekki er ljóst hve margar bílgerðir Ford ætlar að bjóða undir þessum merkjum, en þessir bílar verði á sama verðbili og ST kraftabílar Ford. Þessir bílar eiga samt að draga að annarsskonar markhóp, sem sækist eftir miklum gæðum og lúxus í bílum sínum. Ford segir að þessi hópur bílkaupenda tilheyri efsta 15% laginu í verðbili bíla. Vignale bílar Ford verða víst 10% dýrari en Titanium útfærslur, þ.e. dýrustu útfærslur núverandi bíla Ford. Um 500 söluaðilar Ford í Evrópu munu selja Vignale útfærslurnar og áætla Ford menn að sala þeirra verði um 10% af sölu allra Ford bíla í Evrópu, en um 5% heildarsölunnar í heiminum.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent