Yngsti vinningshafi Man Booker Prize hingað til 16. október 2013 12:00 Eleanor Catton AFP/NordicPhotos Eleanor Catton hlaut bókmenntaverðlaunin Man Booker Prize í gær fyrir bók sína The Luminaries. Catton er 28 ára gömul sem gerir hana yngsta viðtakanda verðlaunanna frá upphafi. Catton er fædd í Kanada og alin upp í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Booker-verðlaunin svokölluðu eru virtustu bókmenntaverðlaun Breta. Vinningshafi hlýtur fimmtíu þúsund pund fyrir, sem samsvarar tæplega tíu milljónum íslenskra króna. Þegar verðlaunin voru veitt, og í ljós kom að Catton hlyti þau, virtist hún mjög hissa. Hún hafði orð á því að bók hennar væri martröð hvers útgefanda, þar sem bókin er 848 blaðsíður, og söguþráðurinn í flóknari kantinum. The Luminaries er þar með einnig lengsta bók til þess að hljóta verðlaunin. Hún þakkaði útgefendum sínum kærlega fyrir samstarfið og bætti við að það væru ekki öll útgáfufyrirtæki sem næðu þessu jafnvægi; að búa til peninga og að búa til list. Aðrir tilnefndir voru NoViolet Bulawayo með bókina We Need New Names, sem fjallar um tíu ára stelpu sem ferðast frá Simbabve til Bandaríkjanna; Jim Crace, fyrir bókina Harvest, Ruth Ozeki fyrir A Tale for the Time Being, Jhumpa Lahiri fyrir The Lowland og Colm Toibin fyrir The Testament of Mary. Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Eleanor Catton hlaut bókmenntaverðlaunin Man Booker Prize í gær fyrir bók sína The Luminaries. Catton er 28 ára gömul sem gerir hana yngsta viðtakanda verðlaunanna frá upphafi. Catton er fædd í Kanada og alin upp í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Booker-verðlaunin svokölluðu eru virtustu bókmenntaverðlaun Breta. Vinningshafi hlýtur fimmtíu þúsund pund fyrir, sem samsvarar tæplega tíu milljónum íslenskra króna. Þegar verðlaunin voru veitt, og í ljós kom að Catton hlyti þau, virtist hún mjög hissa. Hún hafði orð á því að bók hennar væri martröð hvers útgefanda, þar sem bókin er 848 blaðsíður, og söguþráðurinn í flóknari kantinum. The Luminaries er þar með einnig lengsta bók til þess að hljóta verðlaunin. Hún þakkaði útgefendum sínum kærlega fyrir samstarfið og bætti við að það væru ekki öll útgáfufyrirtæki sem næðu þessu jafnvægi; að búa til peninga og að búa til list. Aðrir tilnefndir voru NoViolet Bulawayo með bókina We Need New Names, sem fjallar um tíu ára stelpu sem ferðast frá Simbabve til Bandaríkjanna; Jim Crace, fyrir bókina Harvest, Ruth Ozeki fyrir A Tale for the Time Being, Jhumpa Lahiri fyrir The Lowland og Colm Toibin fyrir The Testament of Mary.
Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira