Innlent

Ummæli um Gillz dæmd ómerk

Kristján Hjálmarsson skrifar
Egill hefur stefnt þremur fyrir meiðyrði. Fyrsti dómurinn féll í dag.
Egill hefur stefnt þremur fyrir meiðyrði. Fyrsti dómurinn féll í dag. Mynd/Villi
Ummæli sem tvítug kona lét falla um Egil Einarsson á Facebook hafa verið dæmd ómerk. Hún þarf auk þes að greiða Agli 100 þúsund krónur í miskabætur, 30 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs og 800 þúsund krónur í málskostnað.

Í kjölfar þess að Egill kom fram í viðtali í Monitor var stofnuð Facebook-síða þar sem stúlkan lét ummælin falla. Ummælin voru „mögulega stelpunar [sic] sem gillz nauðgaði, biðjast afsökunar að dreifa blaði þar sem nauðgari þinn er að segja að þú sért að ljúga út um allan skólann þinn.“

Egill stefndi stúlkunni fyrir ummælin og voru þau í Héraðsdómi Austurlands dæmd ómerk.

Egill hafði krafist greiðslu upp á 150 þúsund krónur til að kosta birtingu forsenda og niðurstöðu dóms í málinu í einu dagblaði en dómurinn féllst ekki á þá kröfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×