Bless, blæju Benz G-lander! Finnur Thorlacius skrifar 2. október 2013 10:30 Það eru fáir bílar búnir að vera lengur í framleiðslu en Gelanderwagen bíllinn frá Mercedes Benz, enda afar traustur bíll. Hann hefur verið smíðaður svo til óbreyttur frá 1979 og framleiðslu hans verður haldið áfram. Þó er ein gerð bílsins sem aðdáendur hans þurfa að kveðja á næstunni, þ.e. blæjuútfærsla hans, sem er með tveimur hurðum. Þessi bíll er mun styttri en venjulegur Gelanderwagen, svo munar um 70 cm milli öxla. Það er austurríska fyrirtækið Magna Steyr sem framleiðir alla Gelandarwagen og nú geta þeir einbeitt sér að því að framleiða aðeins lengri gerðina. Kannski veitir ekki af því bara svissneski herinn pantaði 4.300 slíka um daginn. Samningur Mercedes Benz við Magna Steyr gildir til 2019 svo víst er að bíllinn verður að minnsta kosti framleiddur til þess árs. Bílablað Fréttablaðsins fékk tækifæri til að kynnast bæði styttri og lengri gerð Gelanderwagen á íslenska hálendinu fyrir stuttu og birtist myndskeið af þeirri ferð í Íslandi í dag fyrir skömmu. Sjá má það myndskeið hér. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent
Það eru fáir bílar búnir að vera lengur í framleiðslu en Gelanderwagen bíllinn frá Mercedes Benz, enda afar traustur bíll. Hann hefur verið smíðaður svo til óbreyttur frá 1979 og framleiðslu hans verður haldið áfram. Þó er ein gerð bílsins sem aðdáendur hans þurfa að kveðja á næstunni, þ.e. blæjuútfærsla hans, sem er með tveimur hurðum. Þessi bíll er mun styttri en venjulegur Gelanderwagen, svo munar um 70 cm milli öxla. Það er austurríska fyrirtækið Magna Steyr sem framleiðir alla Gelandarwagen og nú geta þeir einbeitt sér að því að framleiða aðeins lengri gerðina. Kannski veitir ekki af því bara svissneski herinn pantaði 4.300 slíka um daginn. Samningur Mercedes Benz við Magna Steyr gildir til 2019 svo víst er að bíllinn verður að minnsta kosti framleiddur til þess árs. Bílablað Fréttablaðsins fékk tækifæri til að kynnast bæði styttri og lengri gerð Gelanderwagen á íslenska hálendinu fyrir stuttu og birtist myndskeið af þeirri ferð í Íslandi í dag fyrir skömmu. Sjá má það myndskeið hér.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent