Tíu vinsælustu bílar enskra knattspyrnumanna Finnur Thorlacius skrifar 2. október 2013 14:45 Rio Ferdinand á Audi Q7 jeppa. Fjárskorturinn plagar ekki enska knattspyrnumenn og því eru þeir ekki sparir á aurinn þegar kemur að því að fjárfesta í bílum. Bílafloti þeirra er því ekki af lakari gerðinni og athyglivert að sjá hvað freistar þeirra mest. Blaðið Nude í Englandi tók saman hvaða bílar það eru sem helst ganga í augu þeirra. Athygli vekur að efstir á blaði eru dýrir jeppar, en rándýrir ofursportbílar eru líka fyrirferðarmiklir á lista þeirra 10 vinsælustu. Vinsælasti bíllinn er Range Rover enda fer þar heimabíll framleiddur í Englandi. Meðal eigenda Range Rover eru Wayne Rooney, Darren Bent, Juhn Terry, Luis Suarez, Rian Giggs og Scott Parker. Næst vinsælasti bíllinn er Porsche Cayenne, en meðal eiganda þess bíls eru Steven Gerrard, Kolo Toure og Manchester mennirnir Robin van Persie, Patrice Evra, Tom Cleverley og Chris Smalling. Þriðji vinsælasti bíllinn er svo Audi Q7, en hann eiga t.d. Arsenal mennirnir Kieran Gibbs og Bacary Sagna, Fernando Torres, Luis Nani, Rio Ferdinand, Moussa Dembele og Emmanuel Adebayor. Í næstu sætunum eru Sportbílarnir Aston Martin DB9, Bentley Continental, Porsche Panamera, Ferrari 458 en þannig bíl eiga fjórir úr Arsenal, Mathieu Flamini, Mesut Özil, Theo Walcott og Jack Wilshere. Áttundi vinsælasti bíllinn er Lamborghini Gallardo, svo Audi R8 og sá tíundi vinsælasti er Chevrolet Camaro, sá lang ódýrasti þeirra allra. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent
Fjárskorturinn plagar ekki enska knattspyrnumenn og því eru þeir ekki sparir á aurinn þegar kemur að því að fjárfesta í bílum. Bílafloti þeirra er því ekki af lakari gerðinni og athyglivert að sjá hvað freistar þeirra mest. Blaðið Nude í Englandi tók saman hvaða bílar það eru sem helst ganga í augu þeirra. Athygli vekur að efstir á blaði eru dýrir jeppar, en rándýrir ofursportbílar eru líka fyrirferðarmiklir á lista þeirra 10 vinsælustu. Vinsælasti bíllinn er Range Rover enda fer þar heimabíll framleiddur í Englandi. Meðal eigenda Range Rover eru Wayne Rooney, Darren Bent, Juhn Terry, Luis Suarez, Rian Giggs og Scott Parker. Næst vinsælasti bíllinn er Porsche Cayenne, en meðal eiganda þess bíls eru Steven Gerrard, Kolo Toure og Manchester mennirnir Robin van Persie, Patrice Evra, Tom Cleverley og Chris Smalling. Þriðji vinsælasti bíllinn er svo Audi Q7, en hann eiga t.d. Arsenal mennirnir Kieran Gibbs og Bacary Sagna, Fernando Torres, Luis Nani, Rio Ferdinand, Moussa Dembele og Emmanuel Adebayor. Í næstu sætunum eru Sportbílarnir Aston Martin DB9, Bentley Continental, Porsche Panamera, Ferrari 458 en þannig bíl eiga fjórir úr Arsenal, Mathieu Flamini, Mesut Özil, Theo Walcott og Jack Wilshere. Áttundi vinsælasti bíllinn er Lamborghini Gallardo, svo Audi R8 og sá tíundi vinsælasti er Chevrolet Camaro, sá lang ódýrasti þeirra allra.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent