Ástralskur þingmaður úr flokki bílaáhugamanna Finnur Thorlacius skrifar 3. október 2013 10:30 Bílaáhugamaðurinn Ricky Muir er kominn á þing í Ástralíu. Fyrsti þingmaðurinn sem vitað er að sest hafi á þing fyrir bílaáhugamenn var kjörinn nýlega í Ástralíu. Hann heitir Ricky Muir og er meðlimur stjórmálaflokksins Australian Motoring Enthusiast Party, þ.e. flokknum Bílaáhugamenn. Þessi flokkur gætir hagsmuna bíleigenda og stendur vörð um alla þá þætti stjórnkerfisins sem snerta rekstur bifreiða, vegakerfi, reglugerðir, skattheimtu, öryggismál og bílakennslu og -fræðslu. Flokkurinn berst einnig fyrir samræmdri löggjöf um alla Ástralíu, en nú eru mismunandi reglugerðir um bíla sem gilda eftir landssvæðum þar. Í Ástralíu er ekki tjaldað til einnar nætur þegar kosið er því þingmenn eru kjörnir til 6 ára í senn og situr því Ricky Muir fyrir Victoria fylki til ársins 2019 fyrir flokkinn Bílaáhugamenn. Sannarlega var kominn tími til þess að einhver berðist fyrir hagsmunum bíleigenda á þingi einhversstaðar í heiminum. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent
Fyrsti þingmaðurinn sem vitað er að sest hafi á þing fyrir bílaáhugamenn var kjörinn nýlega í Ástralíu. Hann heitir Ricky Muir og er meðlimur stjórmálaflokksins Australian Motoring Enthusiast Party, þ.e. flokknum Bílaáhugamenn. Þessi flokkur gætir hagsmuna bíleigenda og stendur vörð um alla þá þætti stjórnkerfisins sem snerta rekstur bifreiða, vegakerfi, reglugerðir, skattheimtu, öryggismál og bílakennslu og -fræðslu. Flokkurinn berst einnig fyrir samræmdri löggjöf um alla Ástralíu, en nú eru mismunandi reglugerðir um bíla sem gilda eftir landssvæðum þar. Í Ástralíu er ekki tjaldað til einnar nætur þegar kosið er því þingmenn eru kjörnir til 6 ára í senn og situr því Ricky Muir fyrir Victoria fylki til ársins 2019 fyrir flokkinn Bílaáhugamenn. Sannarlega var kominn tími til þess að einhver berðist fyrir hagsmunum bíleigenda á þingi einhversstaðar í heiminum.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent