Stærsti vörubíll í heimi Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2013 13:15 Ekki taka margir vörubílar 450 tonn í skúffuna og fáir eru heldur með 4.600 hestafla vél, en þessi er það. Dekkin eru líka tvær mannhæðir. Vélin, eða öllu heldur vélarnar, sem eru tvær, eru hvor um sig 2.300 hestöfl og 16 strokka og samanlagt sprengirými þeirra er 130 lítrar. Hámarkshraði vörubílsins er ekki nema 65 km/klst. Fullhlaðinn vegur hann 893 tonn og hann verður notaður í námavinnslu í Hvíta Rússlandi. Það er fyrirtækið Belaz frá Hvíta Rússlandi sem smíðar vörubílinn og þeir vilja fá viðurkenningu frá Guinness World Records að þessi vörubíll sé sá stærsti í heimi. Það kæmi á óvart ef stærri vörubíll finnst. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent
Ekki taka margir vörubílar 450 tonn í skúffuna og fáir eru heldur með 4.600 hestafla vél, en þessi er það. Dekkin eru líka tvær mannhæðir. Vélin, eða öllu heldur vélarnar, sem eru tvær, eru hvor um sig 2.300 hestöfl og 16 strokka og samanlagt sprengirými þeirra er 130 lítrar. Hámarkshraði vörubílsins er ekki nema 65 km/klst. Fullhlaðinn vegur hann 893 tonn og hann verður notaður í námavinnslu í Hvíta Rússlandi. Það er fyrirtækið Belaz frá Hvíta Rússlandi sem smíðar vörubílinn og þeir vilja fá viðurkenningu frá Guinness World Records að þessi vörubíll sé sá stærsti í heimi. Það kæmi á óvart ef stærri vörubíll finnst.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent