Honda CR-V leiðir sölu jepplinga í BNA Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2013 15:15 Honda CR-V Þrátt fyrir að Ford Escape hafi selst best jepplinga í Bandaríkjunum í september hefur Honda CR-V selst meira á árinu þar. Ekki munar þar miklu, en Honda CR-V hefur selst í 229.082 eintökum en Ford Escape í 228.290 eintökum. Í þriðja sætinu er Chevrolet Equinox með 185.420 selda bíla og Toyota RAV4 með 160.242. Í flokki millistærðarfólksbíla er sem fyrr Toyota Camry söluhæsti bíllinn með 318.990 bíla, Honda Accord með 282.102 og Nissan Altima 249.518. Það er ekki fyrr en í fjórða sætinu sem Amerískt merki kemst á blað, en Ford Mondeo, sem heitir reyndar Fusion þar vestra, hefur selst í 226.293 eintökum og Chevrolet Malibu hefur selst í 154.950 eintökum. Eftir þeim koma svo Kórebílarnir Hyundai Sonata og Kia Optima með 152.702 og 124.056 bíla. Í flokki minni fólksbíla trónir Honda Civic efst með 253.561 seldan bíl, Toyota Corolla með 223.547, Chevrolet Cruze með 195.775, Hyundai Elantra með 194.593 og Ford Focus með 188.654. Sala bíla í Bandaríkjunum hefur verið í hæstu hæðum allt árið og stefnir heildarsalan í 16 milljón bíla. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent
Þrátt fyrir að Ford Escape hafi selst best jepplinga í Bandaríkjunum í september hefur Honda CR-V selst meira á árinu þar. Ekki munar þar miklu, en Honda CR-V hefur selst í 229.082 eintökum en Ford Escape í 228.290 eintökum. Í þriðja sætinu er Chevrolet Equinox með 185.420 selda bíla og Toyota RAV4 með 160.242. Í flokki millistærðarfólksbíla er sem fyrr Toyota Camry söluhæsti bíllinn með 318.990 bíla, Honda Accord með 282.102 og Nissan Altima 249.518. Það er ekki fyrr en í fjórða sætinu sem Amerískt merki kemst á blað, en Ford Mondeo, sem heitir reyndar Fusion þar vestra, hefur selst í 226.293 eintökum og Chevrolet Malibu hefur selst í 154.950 eintökum. Eftir þeim koma svo Kórebílarnir Hyundai Sonata og Kia Optima með 152.702 og 124.056 bíla. Í flokki minni fólksbíla trónir Honda Civic efst með 253.561 seldan bíl, Toyota Corolla með 223.547, Chevrolet Cruze með 195.775, Hyundai Elantra með 194.593 og Ford Focus með 188.654. Sala bíla í Bandaríkjunum hefur verið í hæstu hæðum allt árið og stefnir heildarsalan í 16 milljón bíla.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent