Besti mánuður Benz frá upphafi Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2013 14:15 Ætli Mercedes haldi áfram að slá eigin met á næstu mánuðum? Mercedes Benz fyrirtækið á sér langa sögu en aldrei hefur það selt fleiri bíla en í síðasta mánuði. Þá seldi fyrirtækið 142.994 bíla. Ekki síst var það að þakka nýjum E-Class bíl, sem og góðri sölu á A-Class og CLA-Class bílunum. Ennþá er Evrópa stærsti markaður Mercedes Benz en nærfellt helmingur bíla þess seldist þar, eða 71.085 bílar. Asía er orðinn afar miklivægur markaður fyriri bíla Mercedes Benz, sem og flestra annarra bílaframleiðenda, en þar seldust 39.013 bílar í september og jókst salan þar um 21,2%. Engu að síður var vöxturinn mestur í Japan, þar sem 31,4% meiri sala var í mánuðinum en í sama mánuði í fyrra. Reyndar hefur salan aukist í japan um 28,8% á árinu öllu. Sala Mercedes Benz í Bandaríkjunum nam 24.697 bílum og hefur vaxið um 7% á árinu. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent
Mercedes Benz fyrirtækið á sér langa sögu en aldrei hefur það selt fleiri bíla en í síðasta mánuði. Þá seldi fyrirtækið 142.994 bíla. Ekki síst var það að þakka nýjum E-Class bíl, sem og góðri sölu á A-Class og CLA-Class bílunum. Ennþá er Evrópa stærsti markaður Mercedes Benz en nærfellt helmingur bíla þess seldist þar, eða 71.085 bílar. Asía er orðinn afar miklivægur markaður fyriri bíla Mercedes Benz, sem og flestra annarra bílaframleiðenda, en þar seldust 39.013 bílar í september og jókst salan þar um 21,2%. Engu að síður var vöxturinn mestur í Japan, þar sem 31,4% meiri sala var í mánuðinum en í sama mánuði í fyrra. Reyndar hefur salan aukist í japan um 28,8% á árinu öllu. Sala Mercedes Benz í Bandaríkjunum nam 24.697 bílum og hefur vaxið um 7% á árinu.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent