Aka 16.000 kílómetra á 10 dögum Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2013 16:45 Ætli Land Rover Discovery bíllinn þoli 16.000 km akstur á 10 dögum. Það hljómar eins og áskorun í Top Gear að aka 16.000 km á 10 dögum, en svo er ekki. Það eru rallökumennirnir Robert Belcher og Stephen Cooper sem ætla með þessu að sanna að Land Rover Discovery LR3, sem þekktur er nokkuð fyrir tíðar bilanir, þoli þennan þolakstur án þess að bila. Leiðin er líka afar spennandi sem þeir ætla að aka, eða frá London til Höfðaborgar í S-Afríku og fara í gegnum 13 lönd á leiðinni. Bíll þeirra hefur reyndar fengið nokkra yfirhalningu til að þola þennan erfiða akstur. Undirvagn hans hefur verið styrktur og dekkin þola akstur á misjöfnum vegum sem þeir munu fara um. Einnig hefur verið bætt við auka eldsneytistanki svo að kapparnir þurfi nú ekki að vera að stoppa í sífellu til að fylla á. Aksturinn fer fram frá 4.-14. okt. og eru þeir því lagðir af stað. Bíllinn er með 2,7 lítra V6 dísilvél með túrbínu og þeir komast 1.930 km á hverri fyllingu. Ljóst er að ökumennirnir þurfa að aka dag og nótt og skiptast á að aka. Ef eitthvað bilar er eins gott að það verði ekki í löndum Keníu og Líbíu, en þar er bæði örðugast að verða sér út um varahluti og hjálp og hættan mest á að einhver ásækist bíl þeirra. Þessi leið frá London til Höfðaborgar hefur verið farin áður í einum rikk á Fiat Panda bíl og tíminn þá var 10 sólarhringar, 13 klukkutímar og 28 mínútur. Það met ætla þeir kappar að bæta um a.m.k. 13 og hálfan klukkutíma. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent
Það hljómar eins og áskorun í Top Gear að aka 16.000 km á 10 dögum, en svo er ekki. Það eru rallökumennirnir Robert Belcher og Stephen Cooper sem ætla með þessu að sanna að Land Rover Discovery LR3, sem þekktur er nokkuð fyrir tíðar bilanir, þoli þennan þolakstur án þess að bila. Leiðin er líka afar spennandi sem þeir ætla að aka, eða frá London til Höfðaborgar í S-Afríku og fara í gegnum 13 lönd á leiðinni. Bíll þeirra hefur reyndar fengið nokkra yfirhalningu til að þola þennan erfiða akstur. Undirvagn hans hefur verið styrktur og dekkin þola akstur á misjöfnum vegum sem þeir munu fara um. Einnig hefur verið bætt við auka eldsneytistanki svo að kapparnir þurfi nú ekki að vera að stoppa í sífellu til að fylla á. Aksturinn fer fram frá 4.-14. okt. og eru þeir því lagðir af stað. Bíllinn er með 2,7 lítra V6 dísilvél með túrbínu og þeir komast 1.930 km á hverri fyllingu. Ljóst er að ökumennirnir þurfa að aka dag og nótt og skiptast á að aka. Ef eitthvað bilar er eins gott að það verði ekki í löndum Keníu og Líbíu, en þar er bæði örðugast að verða sér út um varahluti og hjálp og hættan mest á að einhver ásækist bíl þeirra. Þessi leið frá London til Höfðaborgar hefur verið farin áður í einum rikk á Fiat Panda bíl og tíminn þá var 10 sólarhringar, 13 klukkutímar og 28 mínútur. Það met ætla þeir kappar að bæta um a.m.k. 13 og hálfan klukkutíma.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent