Íslendingar notuðu eBay fíkniefnaheimsins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. október 2013 18:47 Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. Rannsóknardeild lögreglunnar hefur frá því um miðjan maí aðstoðað bandarísku alríkislögregluna við rannsókn á starfsemi vefsíðunnar Silk Road markaðssvæðis þar sem ólögleg fíkniefni og varningur eru keypt og seld. Silk Road var langstærsta vefsíða sinnar tegundar í heiminum en þó aðeins ein af mörgum á hinu svokallaða myrkraneti. Kaupendur og seljendur notuðu Bitcoin í sínum viðskiptum en það er rafræn og óháð mynt. Talið er að Silk Road hafi velt rúmlega tvö hundruð og þrjátíu milljörðum króna á líftíma sínum. Stofnandi hennar, tuttugu og níu ára gamall bandaríkjamaður á að nafni Ross William Ulbricht, greiddi sér tæpa tíu milljarða í sölulaun. Ulbricht var handtekinn í San Francisco í síðustu viku. Í kæruskjalinu kemur fram að Ulbricht hafi notað sex IP tölur til að fela slóð Silk Road og vista Bitcoin einingar. IP tölurnar voru raktar til Japan, Rúmeníu, Bandaríkjanna og tvær til Íslands. Nánar tiltekið voru þessi gögn vistuð í gagnaveri Thor sem rekið er af Advania. Rannsókn lögreglu lauk hér á landi um það leiti sem Ulbricht var handtekinn með aðgerðum þar sem Silk Road vefsíðan var tekin niður og hald var lagt á rúmlega þrjú hundruð og sextíu milljónir króna í formi Bitcoin. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru ekki önnur tengsl við Ísland en þau að vefsíðan var hýst hér á landi, engar handtökur voru gerðar og engir innlendir aðilar tengjast rekstri Silk Road. Rannsókn málsins er á forræði FBI. Silk Road markaðssvæðið hefur verið kallað eBay fíkniefnaheimsins. Notendur keyptu þar fíkniefni sem síðan voru send með pósti. Notendur vefsvæðisins skipta tugum þúsunda og koma hvaðanæva að úr heiminum. Ísland er þar engin undantekning. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmargir nálgast fíkniefni í gegnum Silk Road hér á landi. Þetta er gert með því að merkja varninginn heimilisföngum sem vísa á tómar eða jafnvel fokheltar byggingar. Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. Rannsóknardeild lögreglunnar hefur frá því um miðjan maí aðstoðað bandarísku alríkislögregluna við rannsókn á starfsemi vefsíðunnar Silk Road markaðssvæðis þar sem ólögleg fíkniefni og varningur eru keypt og seld. Silk Road var langstærsta vefsíða sinnar tegundar í heiminum en þó aðeins ein af mörgum á hinu svokallaða myrkraneti. Kaupendur og seljendur notuðu Bitcoin í sínum viðskiptum en það er rafræn og óháð mynt. Talið er að Silk Road hafi velt rúmlega tvö hundruð og þrjátíu milljörðum króna á líftíma sínum. Stofnandi hennar, tuttugu og níu ára gamall bandaríkjamaður á að nafni Ross William Ulbricht, greiddi sér tæpa tíu milljarða í sölulaun. Ulbricht var handtekinn í San Francisco í síðustu viku. Í kæruskjalinu kemur fram að Ulbricht hafi notað sex IP tölur til að fela slóð Silk Road og vista Bitcoin einingar. IP tölurnar voru raktar til Japan, Rúmeníu, Bandaríkjanna og tvær til Íslands. Nánar tiltekið voru þessi gögn vistuð í gagnaveri Thor sem rekið er af Advania. Rannsókn lögreglu lauk hér á landi um það leiti sem Ulbricht var handtekinn með aðgerðum þar sem Silk Road vefsíðan var tekin niður og hald var lagt á rúmlega þrjú hundruð og sextíu milljónir króna í formi Bitcoin. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru ekki önnur tengsl við Ísland en þau að vefsíðan var hýst hér á landi, engar handtökur voru gerðar og engir innlendir aðilar tengjast rekstri Silk Road. Rannsókn málsins er á forræði FBI. Silk Road markaðssvæðið hefur verið kallað eBay fíkniefnaheimsins. Notendur keyptu þar fíkniefni sem síðan voru send með pósti. Notendur vefsvæðisins skipta tugum þúsunda og koma hvaðanæva að úr heiminum. Ísland er þar engin undantekning. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmargir nálgast fíkniefni í gegnum Silk Road hér á landi. Þetta er gert með því að merkja varninginn heimilisföngum sem vísa á tómar eða jafnvel fokheltar byggingar.
Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira