Íslendingar notuðu eBay fíkniefnaheimsins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. október 2013 18:47 Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. Rannsóknardeild lögreglunnar hefur frá því um miðjan maí aðstoðað bandarísku alríkislögregluna við rannsókn á starfsemi vefsíðunnar Silk Road markaðssvæðis þar sem ólögleg fíkniefni og varningur eru keypt og seld. Silk Road var langstærsta vefsíða sinnar tegundar í heiminum en þó aðeins ein af mörgum á hinu svokallaða myrkraneti. Kaupendur og seljendur notuðu Bitcoin í sínum viðskiptum en það er rafræn og óháð mynt. Talið er að Silk Road hafi velt rúmlega tvö hundruð og þrjátíu milljörðum króna á líftíma sínum. Stofnandi hennar, tuttugu og níu ára gamall bandaríkjamaður á að nafni Ross William Ulbricht, greiddi sér tæpa tíu milljarða í sölulaun. Ulbricht var handtekinn í San Francisco í síðustu viku. Í kæruskjalinu kemur fram að Ulbricht hafi notað sex IP tölur til að fela slóð Silk Road og vista Bitcoin einingar. IP tölurnar voru raktar til Japan, Rúmeníu, Bandaríkjanna og tvær til Íslands. Nánar tiltekið voru þessi gögn vistuð í gagnaveri Thor sem rekið er af Advania. Rannsókn lögreglu lauk hér á landi um það leiti sem Ulbricht var handtekinn með aðgerðum þar sem Silk Road vefsíðan var tekin niður og hald var lagt á rúmlega þrjú hundruð og sextíu milljónir króna í formi Bitcoin. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru ekki önnur tengsl við Ísland en þau að vefsíðan var hýst hér á landi, engar handtökur voru gerðar og engir innlendir aðilar tengjast rekstri Silk Road. Rannsókn málsins er á forræði FBI. Silk Road markaðssvæðið hefur verið kallað eBay fíkniefnaheimsins. Notendur keyptu þar fíkniefni sem síðan voru send með pósti. Notendur vefsvæðisins skipta tugum þúsunda og koma hvaðanæva að úr heiminum. Ísland er þar engin undantekning. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmargir nálgast fíkniefni í gegnum Silk Road hér á landi. Þetta er gert með því að merkja varninginn heimilisföngum sem vísa á tómar eða jafnvel fokheltar byggingar. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira
Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. Rannsóknardeild lögreglunnar hefur frá því um miðjan maí aðstoðað bandarísku alríkislögregluna við rannsókn á starfsemi vefsíðunnar Silk Road markaðssvæðis þar sem ólögleg fíkniefni og varningur eru keypt og seld. Silk Road var langstærsta vefsíða sinnar tegundar í heiminum en þó aðeins ein af mörgum á hinu svokallaða myrkraneti. Kaupendur og seljendur notuðu Bitcoin í sínum viðskiptum en það er rafræn og óháð mynt. Talið er að Silk Road hafi velt rúmlega tvö hundruð og þrjátíu milljörðum króna á líftíma sínum. Stofnandi hennar, tuttugu og níu ára gamall bandaríkjamaður á að nafni Ross William Ulbricht, greiddi sér tæpa tíu milljarða í sölulaun. Ulbricht var handtekinn í San Francisco í síðustu viku. Í kæruskjalinu kemur fram að Ulbricht hafi notað sex IP tölur til að fela slóð Silk Road og vista Bitcoin einingar. IP tölurnar voru raktar til Japan, Rúmeníu, Bandaríkjanna og tvær til Íslands. Nánar tiltekið voru þessi gögn vistuð í gagnaveri Thor sem rekið er af Advania. Rannsókn lögreglu lauk hér á landi um það leiti sem Ulbricht var handtekinn með aðgerðum þar sem Silk Road vefsíðan var tekin niður og hald var lagt á rúmlega þrjú hundruð og sextíu milljónir króna í formi Bitcoin. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru ekki önnur tengsl við Ísland en þau að vefsíðan var hýst hér á landi, engar handtökur voru gerðar og engir innlendir aðilar tengjast rekstri Silk Road. Rannsókn málsins er á forræði FBI. Silk Road markaðssvæðið hefur verið kallað eBay fíkniefnaheimsins. Notendur keyptu þar fíkniefni sem síðan voru send með pósti. Notendur vefsvæðisins skipta tugum þúsunda og koma hvaðanæva að úr heiminum. Ísland er þar engin undantekning. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmargir nálgast fíkniefni í gegnum Silk Road hér á landi. Þetta er gert með því að merkja varninginn heimilisföngum sem vísa á tómar eða jafnvel fokheltar byggingar.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira