Íslendingar notuðu eBay fíkniefnaheimsins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. október 2013 18:47 Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. Rannsóknardeild lögreglunnar hefur frá því um miðjan maí aðstoðað bandarísku alríkislögregluna við rannsókn á starfsemi vefsíðunnar Silk Road markaðssvæðis þar sem ólögleg fíkniefni og varningur eru keypt og seld. Silk Road var langstærsta vefsíða sinnar tegundar í heiminum en þó aðeins ein af mörgum á hinu svokallaða myrkraneti. Kaupendur og seljendur notuðu Bitcoin í sínum viðskiptum en það er rafræn og óháð mynt. Talið er að Silk Road hafi velt rúmlega tvö hundruð og þrjátíu milljörðum króna á líftíma sínum. Stofnandi hennar, tuttugu og níu ára gamall bandaríkjamaður á að nafni Ross William Ulbricht, greiddi sér tæpa tíu milljarða í sölulaun. Ulbricht var handtekinn í San Francisco í síðustu viku. Í kæruskjalinu kemur fram að Ulbricht hafi notað sex IP tölur til að fela slóð Silk Road og vista Bitcoin einingar. IP tölurnar voru raktar til Japan, Rúmeníu, Bandaríkjanna og tvær til Íslands. Nánar tiltekið voru þessi gögn vistuð í gagnaveri Thor sem rekið er af Advania. Rannsókn lögreglu lauk hér á landi um það leiti sem Ulbricht var handtekinn með aðgerðum þar sem Silk Road vefsíðan var tekin niður og hald var lagt á rúmlega þrjú hundruð og sextíu milljónir króna í formi Bitcoin. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru ekki önnur tengsl við Ísland en þau að vefsíðan var hýst hér á landi, engar handtökur voru gerðar og engir innlendir aðilar tengjast rekstri Silk Road. Rannsókn málsins er á forræði FBI. Silk Road markaðssvæðið hefur verið kallað eBay fíkniefnaheimsins. Notendur keyptu þar fíkniefni sem síðan voru send með pósti. Notendur vefsvæðisins skipta tugum þúsunda og koma hvaðanæva að úr heiminum. Ísland er þar engin undantekning. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmargir nálgast fíkniefni í gegnum Silk Road hér á landi. Þetta er gert með því að merkja varninginn heimilisföngum sem vísa á tómar eða jafnvel fokheltar byggingar. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. Rannsóknardeild lögreglunnar hefur frá því um miðjan maí aðstoðað bandarísku alríkislögregluna við rannsókn á starfsemi vefsíðunnar Silk Road markaðssvæðis þar sem ólögleg fíkniefni og varningur eru keypt og seld. Silk Road var langstærsta vefsíða sinnar tegundar í heiminum en þó aðeins ein af mörgum á hinu svokallaða myrkraneti. Kaupendur og seljendur notuðu Bitcoin í sínum viðskiptum en það er rafræn og óháð mynt. Talið er að Silk Road hafi velt rúmlega tvö hundruð og þrjátíu milljörðum króna á líftíma sínum. Stofnandi hennar, tuttugu og níu ára gamall bandaríkjamaður á að nafni Ross William Ulbricht, greiddi sér tæpa tíu milljarða í sölulaun. Ulbricht var handtekinn í San Francisco í síðustu viku. Í kæruskjalinu kemur fram að Ulbricht hafi notað sex IP tölur til að fela slóð Silk Road og vista Bitcoin einingar. IP tölurnar voru raktar til Japan, Rúmeníu, Bandaríkjanna og tvær til Íslands. Nánar tiltekið voru þessi gögn vistuð í gagnaveri Thor sem rekið er af Advania. Rannsókn lögreglu lauk hér á landi um það leiti sem Ulbricht var handtekinn með aðgerðum þar sem Silk Road vefsíðan var tekin niður og hald var lagt á rúmlega þrjú hundruð og sextíu milljónir króna í formi Bitcoin. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru ekki önnur tengsl við Ísland en þau að vefsíðan var hýst hér á landi, engar handtökur voru gerðar og engir innlendir aðilar tengjast rekstri Silk Road. Rannsókn málsins er á forræði FBI. Silk Road markaðssvæðið hefur verið kallað eBay fíkniefnaheimsins. Notendur keyptu þar fíkniefni sem síðan voru send með pósti. Notendur vefsvæðisins skipta tugum þúsunda og koma hvaðanæva að úr heiminum. Ísland er þar engin undantekning. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmargir nálgast fíkniefni í gegnum Silk Road hér á landi. Þetta er gert með því að merkja varninginn heimilisföngum sem vísa á tómar eða jafnvel fokheltar byggingar.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira