Audi vill hreyfanleg stefnuljós til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2013 10:30 Stefnuljósin kvikna í hreyfanlegri línu í beygjuátt. Nýjustu stefnuljós Audi A8 eru ansi mögnuð en þau eru með gula LED lýsingu sem hreyfist í þá átt sem beygja skal til. Audi telur þau mun skýrari skilaboð til annarra vegfarenda en blikkandi venjuleg stefnuljós. Vandi Audi er hinsvegar sá að þau eru ekki lögleg vestanhafs þar sem þau uppfylla ekki þá lágmarksstærð stefnuljósa sem reglugerðin þar kveður á um. Á það reyndar aðeins við um þegar kviknar á þeim í upphafi, en þegar öll lína þeirra er tendruð, sem gerist reyndar mjög hratt, er lýsingin næg. Það sem gerir þau svo áberandi er að þau eru hreyfanleg og það er einmitt það sem mannsaugað greinir svo vel, en fornt veiðimannseðli mannsins leitar einmitt eftir hreyfingu. Alls ekki er víst að Audi muni ná hylli bílaöryggisstofnunar Bandaríkjanna, NHTSA, en hún er ekki þekkt fyrir eftirgjöf af neinu tagi. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent
Nýjustu stefnuljós Audi A8 eru ansi mögnuð en þau eru með gula LED lýsingu sem hreyfist í þá átt sem beygja skal til. Audi telur þau mun skýrari skilaboð til annarra vegfarenda en blikkandi venjuleg stefnuljós. Vandi Audi er hinsvegar sá að þau eru ekki lögleg vestanhafs þar sem þau uppfylla ekki þá lágmarksstærð stefnuljósa sem reglugerðin þar kveður á um. Á það reyndar aðeins við um þegar kviknar á þeim í upphafi, en þegar öll lína þeirra er tendruð, sem gerist reyndar mjög hratt, er lýsingin næg. Það sem gerir þau svo áberandi er að þau eru hreyfanleg og það er einmitt það sem mannsaugað greinir svo vel, en fornt veiðimannseðli mannsins leitar einmitt eftir hreyfingu. Alls ekki er víst að Audi muni ná hylli bílaöryggisstofnunar Bandaríkjanna, NHTSA, en hún er ekki þekkt fyrir eftirgjöf af neinu tagi.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent