Hyundai notar i20 í WRC rallíheimsbikarinn Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2013 14:45 Nú er ljóst hvaða bíl Hyundai ætlar að nota í keppni heimsbikarsins í rallí, WRC keppnina frægu sem byrjar eftir um 100 daga. Hyundai kynnti það í desember síðastliðnum að fyrirtækið ætlaði að taka þátt í keppninni en ekki var ljóst hvað bíl þeir myndu beita þar. Það verður Hyundai i20 sem Hyundai reyndar notaði í ágúst síðastliðnum í rallkeppni í Finnlandi. Prófanir á bílnum hafa staðið yfir í allt sumar og ekki verður slegið slöku við á áframhaldandi prófunum á bílnum fram að fyrstu keppninni. Það eru ökumennirnir Bryan Bouffier og Juho Hanninen, enn einn Finninn, sem eru að prófa bílana og eru þeir líklegir til þess að verða keppendur Hyundai í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. Höfuðstöðvar rallliðs Hyundai er staðsett rétt utan við þýsku borgina Frankfurt. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent
Nú er ljóst hvaða bíl Hyundai ætlar að nota í keppni heimsbikarsins í rallí, WRC keppnina frægu sem byrjar eftir um 100 daga. Hyundai kynnti það í desember síðastliðnum að fyrirtækið ætlaði að taka þátt í keppninni en ekki var ljóst hvað bíl þeir myndu beita þar. Það verður Hyundai i20 sem Hyundai reyndar notaði í ágúst síðastliðnum í rallkeppni í Finnlandi. Prófanir á bílnum hafa staðið yfir í allt sumar og ekki verður slegið slöku við á áframhaldandi prófunum á bílnum fram að fyrstu keppninni. Það eru ökumennirnir Bryan Bouffier og Juho Hanninen, enn einn Finninn, sem eru að prófa bílana og eru þeir líklegir til þess að verða keppendur Hyundai í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. Höfuðstöðvar rallliðs Hyundai er staðsett rétt utan við þýsku borgina Frankfurt.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent