Hyundai notar i20 í WRC rallíheimsbikarinn Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2013 14:45 Nú er ljóst hvaða bíl Hyundai ætlar að nota í keppni heimsbikarsins í rallí, WRC keppnina frægu sem byrjar eftir um 100 daga. Hyundai kynnti það í desember síðastliðnum að fyrirtækið ætlaði að taka þátt í keppninni en ekki var ljóst hvað bíl þeir myndu beita þar. Það verður Hyundai i20 sem Hyundai reyndar notaði í ágúst síðastliðnum í rallkeppni í Finnlandi. Prófanir á bílnum hafa staðið yfir í allt sumar og ekki verður slegið slöku við á áframhaldandi prófunum á bílnum fram að fyrstu keppninni. Það eru ökumennirnir Bryan Bouffier og Juho Hanninen, enn einn Finninn, sem eru að prófa bílana og eru þeir líklegir til þess að verða keppendur Hyundai í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. Höfuðstöðvar rallliðs Hyundai er staðsett rétt utan við þýsku borgina Frankfurt. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent
Nú er ljóst hvaða bíl Hyundai ætlar að nota í keppni heimsbikarsins í rallí, WRC keppnina frægu sem byrjar eftir um 100 daga. Hyundai kynnti það í desember síðastliðnum að fyrirtækið ætlaði að taka þátt í keppninni en ekki var ljóst hvað bíl þeir myndu beita þar. Það verður Hyundai i20 sem Hyundai reyndar notaði í ágúst síðastliðnum í rallkeppni í Finnlandi. Prófanir á bílnum hafa staðið yfir í allt sumar og ekki verður slegið slöku við á áframhaldandi prófunum á bílnum fram að fyrstu keppninni. Það eru ökumennirnir Bryan Bouffier og Juho Hanninen, enn einn Finninn, sem eru að prófa bílana og eru þeir líklegir til þess að verða keppendur Hyundai í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. Höfuðstöðvar rallliðs Hyundai er staðsett rétt utan við þýsku borgina Frankfurt.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent