Hyundai notar i20 í WRC rallíheimsbikarinn Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2013 14:45 Nú er ljóst hvaða bíl Hyundai ætlar að nota í keppni heimsbikarsins í rallí, WRC keppnina frægu sem byrjar eftir um 100 daga. Hyundai kynnti það í desember síðastliðnum að fyrirtækið ætlaði að taka þátt í keppninni en ekki var ljóst hvað bíl þeir myndu beita þar. Það verður Hyundai i20 sem Hyundai reyndar notaði í ágúst síðastliðnum í rallkeppni í Finnlandi. Prófanir á bílnum hafa staðið yfir í allt sumar og ekki verður slegið slöku við á áframhaldandi prófunum á bílnum fram að fyrstu keppninni. Það eru ökumennirnir Bryan Bouffier og Juho Hanninen, enn einn Finninn, sem eru að prófa bílana og eru þeir líklegir til þess að verða keppendur Hyundai í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. Höfuðstöðvar rallliðs Hyundai er staðsett rétt utan við þýsku borgina Frankfurt. Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent
Nú er ljóst hvaða bíl Hyundai ætlar að nota í keppni heimsbikarsins í rallí, WRC keppnina frægu sem byrjar eftir um 100 daga. Hyundai kynnti það í desember síðastliðnum að fyrirtækið ætlaði að taka þátt í keppninni en ekki var ljóst hvað bíl þeir myndu beita þar. Það verður Hyundai i20 sem Hyundai reyndar notaði í ágúst síðastliðnum í rallkeppni í Finnlandi. Prófanir á bílnum hafa staðið yfir í allt sumar og ekki verður slegið slöku við á áframhaldandi prófunum á bílnum fram að fyrstu keppninni. Það eru ökumennirnir Bryan Bouffier og Juho Hanninen, enn einn Finninn, sem eru að prófa bílana og eru þeir líklegir til þess að verða keppendur Hyundai í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. Höfuðstöðvar rallliðs Hyundai er staðsett rétt utan við þýsku borgina Frankfurt.
Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent