Volkswagen XL1 fær vél úr Ducati mótorhjóli Finnur Thorlacius skrifar 2. október 2013 08:45 Volkswagen XL1. Eins líters bíll Volkswagen, XL1, sem fyrirtækið er um það bil að afhenda fyrstu eintök af til eigenda sinna er einn sparneytnasti bíll heims. Hann eyðir aðeins 0,9 lítrum á hverja hundrað kílómetra og slær við upphaflega markmiðinu með smíði bílsins, að framleiða bíl sem eyðir 1 lítra á hverja hundrað kílómetra. Sá bíll er með 47 hestafla tveggja strokka vél og 27 hestafla rafmótor að auki. Volkswagen ætlar greinilega ekki að bjóða hann eingöngu í þessari útfærslu því á leiðinni er XL1 með 195 hestafla mótorhjólamótor sem fenginn er frá Ducati. Þannig vill til að Volkswagen þarf ekki að leita yfir lækinn til að fá þessa vél frá Ducati, því ítalski mótorhjólaframleiðandinn er í eigu Volkswagen. Þessi öflugi mótor Ducati er með 1.199 cc sprengirými og snýst uppí 11.500 snúninga á mínútu. Þessi mótor hefur verið notaður í Ducati Panigale ofurhjólið og ætti að duga þessum smáa og létta XL1 vel á sprettinum. Með því að losna við þungar rafhlöðurnar og fá í staðinn þennan létta mótor ætti þessi bíll að verða alger raketta. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent
Eins líters bíll Volkswagen, XL1, sem fyrirtækið er um það bil að afhenda fyrstu eintök af til eigenda sinna er einn sparneytnasti bíll heims. Hann eyðir aðeins 0,9 lítrum á hverja hundrað kílómetra og slær við upphaflega markmiðinu með smíði bílsins, að framleiða bíl sem eyðir 1 lítra á hverja hundrað kílómetra. Sá bíll er með 47 hestafla tveggja strokka vél og 27 hestafla rafmótor að auki. Volkswagen ætlar greinilega ekki að bjóða hann eingöngu í þessari útfærslu því á leiðinni er XL1 með 195 hestafla mótorhjólamótor sem fenginn er frá Ducati. Þannig vill til að Volkswagen þarf ekki að leita yfir lækinn til að fá þessa vél frá Ducati, því ítalski mótorhjólaframleiðandinn er í eigu Volkswagen. Þessi öflugi mótor Ducati er með 1.199 cc sprengirými og snýst uppí 11.500 snúninga á mínútu. Þessi mótor hefur verið notaður í Ducati Panigale ofurhjólið og ætti að duga þessum smáa og létta XL1 vel á sprettinum. Með því að losna við þungar rafhlöðurnar og fá í staðinn þennan létta mótor ætti þessi bíll að verða alger raketta.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent