Strákarnir með í baráttunni um laust sæti á EM í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2013 17:55 Gísli Sveinbergsson. Mynd/GSÍmyndir.net Íslenska piltalandsliðið í golfi er í þriðja til fjórða sæti á 15 höggum yfir pari eftir tvo hringi af þremur í undankeppni Evrópumóts pilta 18 ára og yngri. Til mikils er að vinna því þrjár þjóðir af ellefu komast áfram á sjálft Evrópumótið. Lokahringurinn verður leikin á morgun og þá kemur í ljós hvaða þjóðir tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótinu í golfi sem fram fer í Noregi að ári. Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili og Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis eru í miklu stuði en þeir eru í tveimur efstu sætunum í keppni einstaklinga á mótinu. Gísli lék í dag á 69 höggum eða þremur höggum undir pari sem er lægsta skorið í mótinu hingað til. Fannar Ingi lék einnig mjög vel í dag en hann kom inn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. „Strákarnir hafa staðið sig mjög vel og léku fínt golf í dag. Í gær var of mikið um sprengjur á skorkortunum en í svona jafnri keppni skiptir miklu máli að takmarka öll stór mistök. Það tókst mun betur í dag en aðstæður voru líka þægilegri, nánast logn og kjöraðstæður til að skora vel, enda sást það á skorum flestra liða. Við Ragnar erum mjög ánægðir með liðið, liðsheildin er frábær, þeir eru vel skipulagðir í öllu og leggja sig hundrað prósent fram. Keppnin um þrjú efstu sætin er gríðarlega jöfn og hörð og við þurfum að eiga góðan leik á morgun til að eiga möguleika á að ná því markmiði, en við getum náttúrulega ekki stjórnað því sem hinir gera,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í stuttu viðtali við golf.is eftir frábæran dag í Slóvakíu.Staðan hjá íslensku strákunum í mótinu. 1. sæti Gísli Sveinbergsson, GK, 72/69, -3 2. sæti Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, 72/70, -2 22. sæti Aron Snær Júlíusson, GKG, 73/75, +4 26. sæti Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, 77/73, +6 52. sæti Henning Darri Þórðarson, GK, 83/75 +14 Golf Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Íslenska piltalandsliðið í golfi er í þriðja til fjórða sæti á 15 höggum yfir pari eftir tvo hringi af þremur í undankeppni Evrópumóts pilta 18 ára og yngri. Til mikils er að vinna því þrjár þjóðir af ellefu komast áfram á sjálft Evrópumótið. Lokahringurinn verður leikin á morgun og þá kemur í ljós hvaða þjóðir tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótinu í golfi sem fram fer í Noregi að ári. Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili og Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis eru í miklu stuði en þeir eru í tveimur efstu sætunum í keppni einstaklinga á mótinu. Gísli lék í dag á 69 höggum eða þremur höggum undir pari sem er lægsta skorið í mótinu hingað til. Fannar Ingi lék einnig mjög vel í dag en hann kom inn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. „Strákarnir hafa staðið sig mjög vel og léku fínt golf í dag. Í gær var of mikið um sprengjur á skorkortunum en í svona jafnri keppni skiptir miklu máli að takmarka öll stór mistök. Það tókst mun betur í dag en aðstæður voru líka þægilegri, nánast logn og kjöraðstæður til að skora vel, enda sást það á skorum flestra liða. Við Ragnar erum mjög ánægðir með liðið, liðsheildin er frábær, þeir eru vel skipulagðir í öllu og leggja sig hundrað prósent fram. Keppnin um þrjú efstu sætin er gríðarlega jöfn og hörð og við þurfum að eiga góðan leik á morgun til að eiga möguleika á að ná því markmiði, en við getum náttúrulega ekki stjórnað því sem hinir gera,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í stuttu viðtali við golf.is eftir frábæran dag í Slóvakíu.Staðan hjá íslensku strákunum í mótinu. 1. sæti Gísli Sveinbergsson, GK, 72/69, -3 2. sæti Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, 72/70, -2 22. sæti Aron Snær Júlíusson, GKG, 73/75, +4 26. sæti Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, 77/73, +6 52. sæti Henning Darri Þórðarson, GK, 83/75 +14
Golf Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira