Fótbolti

Mikilvægur sigur hjá FCK | Helsingborg tapaði stórum stigum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Rúrik er að koma til baka eftir meiðsli.
Rúrik er að koma til baka eftir meiðsli. MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Íslendingar voru í eldlínunni í dönsku og sænsku úrvalsdeldinni í kvöld. FCK hafði betur í baráttu Íslendingaliðanna gegn OB 2-1 í dönsku deildinni. Helsingborg náði aðeins 2-2 jafntefli gegn botnliði Syrianska í sænsku úrvalsdeildinni.

Ragnar Sigurðsson tók út leikbann hjá FC Kaupmannahöfn í kvöld en Rúrik Gíslason er að koma til baka eftir meiðsli og lék síðustu 25 mínútur leiksins.

Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir OB sem komst yfir á 23. mínútu með marki Emil Larsen. Staðan í hálfleik var 1-0.

Thomas Delaney jafnaði metin á 74. mínútu og níu mínútum síðar tryggði Igor Vetokele FCK sigurinn.

FCK og OB eru jöfn að stigum í 9. og 10. sæti með 10 stig úr 9 leikjum.

Arnór Smárason lék allan leikinn fyrir Helsingborg í 2-2 jafntefli gegn Syrianska í sænsku úrvalsdeildinni. Helsingborg er í öðru sæti með 45 stig, þremur stigum á eftir Malmö FF en Syrianska er á botninum með 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×