Mumford And Sons hættir? Ómar Úlfur skrifar 23. september 2013 10:42 Mumford and Sons eru dauðþreyttir á samstarfinu Hljómsveitin Mumford And Sons ætlar að taka sér góða pásu frá tónlistinni. Sveitin lauk tónleikaferðalagi sínu í Kansas á föstudagskvöldið en Mumford And Sons hafa verið að fylgja eftir annarri plötunni sinni, Babel, síðan að hún kom út árið 2012. Ben Lovett hljómborðsleikari sveitarinnar opinberaði þetta í samtali við Rolling Stone tónlistartímaritið á dögunum. Ben segist ekkert vita hversu löng pásan verði en segir þó að sveitin hafi unnið stanslaust síðan að frumburður þeirra, Sigh No More kom út árið 2009. Stemmningin innan sveitarinnar sé svipuð því sem gerist í skóla seinustu viku fyrir sumarfrí. Menn séu einfaldlega dauðþreyttir. Mumford And Sons hafa notið gríðarlega vinsælda beggja vegna Atlantsála og komst önnur platan þeirra Babel á topp breska breiðskífulistans og á topp Billboard 200 í Bandaríkjunum. Sveitin var eitt af aðalnúmerum Glastonbury og T In The Park hátíðanna fyrr í sumar. Hér fyrir neðan má sjá myndband við nýjasta smell hljómsveitarinnar. Hopeless Wanderer. Harmageddon Mest lesið Hannes Smárason kominn aftur í erfðabransann Harmageddon Sannleikurinn: Þetta hefði getað verið ég sem missti vinnuna í dag Harmageddon Rokkprófið - Daníel Ágúst vs. Lay Low Harmageddon Hægt að hlusta á væntanlega Alt-J plötu við Skógafoss Harmageddon Allt öðruvísi útrás hefst Harmageddon Undir stjórn Jaruzelskis Harmageddon Segir NATO ekkert erindi eiga til Sýrlands Harmageddon Sannleikurinn: Gnarr vann stjórnmálin Harmageddon Sannleikurinn: Gamall karl skipaður í nefnd Harmageddon Undirheimarnir of brútal fyrir skáldsögur Harmageddon
Hljómsveitin Mumford And Sons ætlar að taka sér góða pásu frá tónlistinni. Sveitin lauk tónleikaferðalagi sínu í Kansas á föstudagskvöldið en Mumford And Sons hafa verið að fylgja eftir annarri plötunni sinni, Babel, síðan að hún kom út árið 2012. Ben Lovett hljómborðsleikari sveitarinnar opinberaði þetta í samtali við Rolling Stone tónlistartímaritið á dögunum. Ben segist ekkert vita hversu löng pásan verði en segir þó að sveitin hafi unnið stanslaust síðan að frumburður þeirra, Sigh No More kom út árið 2009. Stemmningin innan sveitarinnar sé svipuð því sem gerist í skóla seinustu viku fyrir sumarfrí. Menn séu einfaldlega dauðþreyttir. Mumford And Sons hafa notið gríðarlega vinsælda beggja vegna Atlantsála og komst önnur platan þeirra Babel á topp breska breiðskífulistans og á topp Billboard 200 í Bandaríkjunum. Sveitin var eitt af aðalnúmerum Glastonbury og T In The Park hátíðanna fyrr í sumar. Hér fyrir neðan má sjá myndband við nýjasta smell hljómsveitarinnar. Hopeless Wanderer.
Harmageddon Mest lesið Hannes Smárason kominn aftur í erfðabransann Harmageddon Sannleikurinn: Þetta hefði getað verið ég sem missti vinnuna í dag Harmageddon Rokkprófið - Daníel Ágúst vs. Lay Low Harmageddon Hægt að hlusta á væntanlega Alt-J plötu við Skógafoss Harmageddon Allt öðruvísi útrás hefst Harmageddon Undir stjórn Jaruzelskis Harmageddon Segir NATO ekkert erindi eiga til Sýrlands Harmageddon Sannleikurinn: Gnarr vann stjórnmálin Harmageddon Sannleikurinn: Gamall karl skipaður í nefnd Harmageddon Undirheimarnir of brútal fyrir skáldsögur Harmageddon