Hanna Birna segir sveitarfélögin ekki hafa óskað eftir breytingum Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2013 14:33 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Ekkert fé fer til nýframkvæmda í vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu tíu árum í skiptum fyrir samkomulag sem sveitarfélögin á svæðinu gerðu við fyrri ríkisstjórn um að þess í stað færi milljarður til almenningssamgangna. Nýjar göngu- og hjólabrýr við Geirsnef í Reykjavík eru byggðar að hluta fyrir það fé. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi þetta í fréttum Stöðvar tvö í gær og sagði þetta dæmi um kolranga forgangsröðun. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að á þessu samkomulagi byggi framlag til samgöngumála á þvi svæði, þar sem forgangsröðunin sé frekar á almenningssamgöngur og vistvænar samgöngur en stór samgöngumannvirki. „Ég get tekið undir það að Reykjavík hefur undanfarin ár setið nokkuð eftir í framlögum til nýframkvæmda, en sveitarfélögin á þessu svæði, þ.m.t. Reykjavík, hafa ekki óskað eftir neinni breytingu á þessu samkomulagi sem samgönguáætlun byggir á,“ segir Hanna Birna. Í fréttinni á Stöð 2 í gær kom fram að endanlegur kostnaður við brýrnar hafi verið 270 milljónir og hafi því hækkað um 22% frá upphaflegri kostnaðaráætlun. Í svari frá Reykjavíkurborg segir hins vegar að samkvæmt kostnaðaráætlun sem kynnt var fyrir borgarráði hinn 29. nóvember 2012 hafi kostnaðaráætlun hljóðað upp á 230 milljónir króna, en kostnaðurinn hafi að lokum orðið 250 milljónir og skiptist kostnaðurinn með eftirfarandi hætti: Framkvæmdakostnaður: 1. Aðstæður á vinnusvæði o.fl.: 10.000.000 2. Brýr: 170.000.000 3. Stígagerð og yfirborðsfrágangur: 22.000.000 4.Raflagnir: 13.000.000 Alls kr. 215.000.000 Hönnunar og eftirlitskostnaður: 1. Hönnunarkostnaður: 28.000.000 2. Eftirlit: 7.000.000 Alls kr. 35.000.000 Verkkaupar eru Reykjavíkurborg og Vegagerðin og skiptist kostnaður jafnt á milli þeirra. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Ekkert fé fer til nýframkvæmda í vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu tíu árum í skiptum fyrir samkomulag sem sveitarfélögin á svæðinu gerðu við fyrri ríkisstjórn um að þess í stað færi milljarður til almenningssamgangna. Nýjar göngu- og hjólabrýr við Geirsnef í Reykjavík eru byggðar að hluta fyrir það fé. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi þetta í fréttum Stöðvar tvö í gær og sagði þetta dæmi um kolranga forgangsröðun. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að á þessu samkomulagi byggi framlag til samgöngumála á þvi svæði, þar sem forgangsröðunin sé frekar á almenningssamgöngur og vistvænar samgöngur en stór samgöngumannvirki. „Ég get tekið undir það að Reykjavík hefur undanfarin ár setið nokkuð eftir í framlögum til nýframkvæmda, en sveitarfélögin á þessu svæði, þ.m.t. Reykjavík, hafa ekki óskað eftir neinni breytingu á þessu samkomulagi sem samgönguáætlun byggir á,“ segir Hanna Birna. Í fréttinni á Stöð 2 í gær kom fram að endanlegur kostnaður við brýrnar hafi verið 270 milljónir og hafi því hækkað um 22% frá upphaflegri kostnaðaráætlun. Í svari frá Reykjavíkurborg segir hins vegar að samkvæmt kostnaðaráætlun sem kynnt var fyrir borgarráði hinn 29. nóvember 2012 hafi kostnaðaráætlun hljóðað upp á 230 milljónir króna, en kostnaðurinn hafi að lokum orðið 250 milljónir og skiptist kostnaðurinn með eftirfarandi hætti: Framkvæmdakostnaður: 1. Aðstæður á vinnusvæði o.fl.: 10.000.000 2. Brýr: 170.000.000 3. Stígagerð og yfirborðsfrágangur: 22.000.000 4.Raflagnir: 13.000.000 Alls kr. 215.000.000 Hönnunar og eftirlitskostnaður: 1. Hönnunarkostnaður: 28.000.000 2. Eftirlit: 7.000.000 Alls kr. 35.000.000 Verkkaupar eru Reykjavíkurborg og Vegagerðin og skiptist kostnaður jafnt á milli þeirra.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira