Hanna Birna segir sveitarfélögin ekki hafa óskað eftir breytingum Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2013 14:33 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Ekkert fé fer til nýframkvæmda í vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu tíu árum í skiptum fyrir samkomulag sem sveitarfélögin á svæðinu gerðu við fyrri ríkisstjórn um að þess í stað færi milljarður til almenningssamgangna. Nýjar göngu- og hjólabrýr við Geirsnef í Reykjavík eru byggðar að hluta fyrir það fé. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi þetta í fréttum Stöðvar tvö í gær og sagði þetta dæmi um kolranga forgangsröðun. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að á þessu samkomulagi byggi framlag til samgöngumála á þvi svæði, þar sem forgangsröðunin sé frekar á almenningssamgöngur og vistvænar samgöngur en stór samgöngumannvirki. „Ég get tekið undir það að Reykjavík hefur undanfarin ár setið nokkuð eftir í framlögum til nýframkvæmda, en sveitarfélögin á þessu svæði, þ.m.t. Reykjavík, hafa ekki óskað eftir neinni breytingu á þessu samkomulagi sem samgönguáætlun byggir á,“ segir Hanna Birna. Í fréttinni á Stöð 2 í gær kom fram að endanlegur kostnaður við brýrnar hafi verið 270 milljónir og hafi því hækkað um 22% frá upphaflegri kostnaðaráætlun. Í svari frá Reykjavíkurborg segir hins vegar að samkvæmt kostnaðaráætlun sem kynnt var fyrir borgarráði hinn 29. nóvember 2012 hafi kostnaðaráætlun hljóðað upp á 230 milljónir króna, en kostnaðurinn hafi að lokum orðið 250 milljónir og skiptist kostnaðurinn með eftirfarandi hætti: Framkvæmdakostnaður: 1. Aðstæður á vinnusvæði o.fl.: 10.000.000 2. Brýr: 170.000.000 3. Stígagerð og yfirborðsfrágangur: 22.000.000 4.Raflagnir: 13.000.000 Alls kr. 215.000.000 Hönnunar og eftirlitskostnaður: 1. Hönnunarkostnaður: 28.000.000 2. Eftirlit: 7.000.000 Alls kr. 35.000.000 Verkkaupar eru Reykjavíkurborg og Vegagerðin og skiptist kostnaður jafnt á milli þeirra. Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira
Ekkert fé fer til nýframkvæmda í vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu tíu árum í skiptum fyrir samkomulag sem sveitarfélögin á svæðinu gerðu við fyrri ríkisstjórn um að þess í stað færi milljarður til almenningssamgangna. Nýjar göngu- og hjólabrýr við Geirsnef í Reykjavík eru byggðar að hluta fyrir það fé. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi þetta í fréttum Stöðvar tvö í gær og sagði þetta dæmi um kolranga forgangsröðun. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að á þessu samkomulagi byggi framlag til samgöngumála á þvi svæði, þar sem forgangsröðunin sé frekar á almenningssamgöngur og vistvænar samgöngur en stór samgöngumannvirki. „Ég get tekið undir það að Reykjavík hefur undanfarin ár setið nokkuð eftir í framlögum til nýframkvæmda, en sveitarfélögin á þessu svæði, þ.m.t. Reykjavík, hafa ekki óskað eftir neinni breytingu á þessu samkomulagi sem samgönguáætlun byggir á,“ segir Hanna Birna. Í fréttinni á Stöð 2 í gær kom fram að endanlegur kostnaður við brýrnar hafi verið 270 milljónir og hafi því hækkað um 22% frá upphaflegri kostnaðaráætlun. Í svari frá Reykjavíkurborg segir hins vegar að samkvæmt kostnaðaráætlun sem kynnt var fyrir borgarráði hinn 29. nóvember 2012 hafi kostnaðaráætlun hljóðað upp á 230 milljónir króna, en kostnaðurinn hafi að lokum orðið 250 milljónir og skiptist kostnaðurinn með eftirfarandi hætti: Framkvæmdakostnaður: 1. Aðstæður á vinnusvæði o.fl.: 10.000.000 2. Brýr: 170.000.000 3. Stígagerð og yfirborðsfrágangur: 22.000.000 4.Raflagnir: 13.000.000 Alls kr. 215.000.000 Hönnunar og eftirlitskostnaður: 1. Hönnunarkostnaður: 28.000.000 2. Eftirlit: 7.000.000 Alls kr. 35.000.000 Verkkaupar eru Reykjavíkurborg og Vegagerðin og skiptist kostnaður jafnt á milli þeirra.
Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira