Fjalldrottning á stað 100-króna seðilsins Kristján Már Unnarsson skrifar 23. september 2013 17:05 Tíunda árið í röð stjórnar fjalldrottning fjárleitum Gnúpverja. Áður fyrr heyrðum við bara um fjallkónga þegar nær eingöngu karlmenn fóru á fjöll á haustin að smala fé en nú hafa konur fært sig upp á skaftið í þessu sem öðru, og skilja sumar meira að segja karlana eftir heima að passa börnin. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld sláumst við í för með 25 fjallmönnum í lengstu fjárleitum Íslands en þessum níu daga leiðangri um hálendið stjórnar Lilja Loftsdóttir nú í tíunda sinn. Konur eru áberandi í hópi gangnamanna og Lilja minnist þess að þær hafa náð því að vera álíka margar og karlarnir í sumum leitum. Í þættinum er fjallmönnum fylgt úr Gljúfurleit og niður í Þjórsárdal og síðan alla leið í Skaftholtsréttir við Árnes.Myndin á gamla 100-króna seðlinum.Meðal annars var áð við höfðann Bringu, þar sem frægasta ljósmynd af fjárrekstri á Íslandi var tekin. Sú ljósmynd var fyrirmynd teikningar sem prýddi tvær útgáfur 100-króna seðla, sem voru í notkun hérlendis á árunum frá 1930 og fram yfir 1970.Lilja fjalldrottning við Bringu í mynni Þjórsárdals.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sá misskilningur var lengi í gangi að mynd peningaseðilsins sýndi Gaukshöfða. Ljósmyndarinn stóð hins vegar við rætur Gaukshöfða og tók myndina í átt að Bringu. Þátturinn er á dagskrá kl. 20.05. Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Um land allt Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Tíunda árið í röð stjórnar fjalldrottning fjárleitum Gnúpverja. Áður fyrr heyrðum við bara um fjallkónga þegar nær eingöngu karlmenn fóru á fjöll á haustin að smala fé en nú hafa konur fært sig upp á skaftið í þessu sem öðru, og skilja sumar meira að segja karlana eftir heima að passa börnin. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld sláumst við í för með 25 fjallmönnum í lengstu fjárleitum Íslands en þessum níu daga leiðangri um hálendið stjórnar Lilja Loftsdóttir nú í tíunda sinn. Konur eru áberandi í hópi gangnamanna og Lilja minnist þess að þær hafa náð því að vera álíka margar og karlarnir í sumum leitum. Í þættinum er fjallmönnum fylgt úr Gljúfurleit og niður í Þjórsárdal og síðan alla leið í Skaftholtsréttir við Árnes.Myndin á gamla 100-króna seðlinum.Meðal annars var áð við höfðann Bringu, þar sem frægasta ljósmynd af fjárrekstri á Íslandi var tekin. Sú ljósmynd var fyrirmynd teikningar sem prýddi tvær útgáfur 100-króna seðla, sem voru í notkun hérlendis á árunum frá 1930 og fram yfir 1970.Lilja fjalldrottning við Bringu í mynni Þjórsárdals.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sá misskilningur var lengi í gangi að mynd peningaseðilsins sýndi Gaukshöfða. Ljósmyndarinn stóð hins vegar við rætur Gaukshöfða og tók myndina í átt að Bringu. Þátturinn er á dagskrá kl. 20.05.
Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Um land allt Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira