Fyrirlestur um Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar í Snorrastofu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. september 2013 13:25 Dr. Úlfar Bragason er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. mynd/stefán Dr. Úlfar Bragason flytur fyrirlestur um Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar í Snorrastofu, Reykholti, í kvöld. Fyrirlesturinn er helgaður minningu Snorra Sturlusonar, sem veginn var í Reykholti 23. september árið 1241. Um árabil hefur Snorrastofa minnst dánardags hans með því að bjóða til fyrirlestrar um málefni sem tengjast honum og samtíð hans með einum eða öðrum hætti. 800 ár eru liðin síðan höfðinginn Hrafn Sveinbjarnarson var tekinn af lífi á Eyri við Arnarfjörð. Hrafns saga Sveinbjarnarsonar er ævisaga hans, rituð um 1250. Sagan er ein samtíðarsagna, varðveitt bæði sérstök og sem hluti af Sturlungu. Í erindi sínu mun Úlfar ræða samsetningu sögunnar, þá mynd sem sagan gefur af Hrafni og þær breytingar sem höfundur Sturlungu gerði á sögunni þegar hann skeytti henni við aðrar sögur í samsteypu sinni. Úlfar er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Áður var hann forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals frá 1988 til 2006. Hann var gistikennari í norrænum fræðum við University of Chicago frá 1986 til 1987. Úlfar hefur setið í stjórn Snorrastofu í Reykholti frá því henni var komið á fót. Úlfar lauk doktorsprófi frá Kaliforníuháskóla í Berkeley árið 1986. Doktorsritgerð hans fjallaði um frásagnarfræði Sturlungu. Hann hefur haldið fyrirlestra um Sturlunga sögu víða, bæði heima og erlendis, og birt fjölda greina um sagnasamsteypuna og sögur hennar. Árið 2010 kom út hjá Háskólaútgáfunni bók hans: Ætt og saga: Um frásagnarfræði Sturlungu eða Íslendinga sögu hinnar miklu. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.30 og er aðgangseyrir 500 krónur. Boðið er til kaffiveitinga í hléi og svo er umræða að þeim loknum. Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Dr. Úlfar Bragason flytur fyrirlestur um Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar í Snorrastofu, Reykholti, í kvöld. Fyrirlesturinn er helgaður minningu Snorra Sturlusonar, sem veginn var í Reykholti 23. september árið 1241. Um árabil hefur Snorrastofa minnst dánardags hans með því að bjóða til fyrirlestrar um málefni sem tengjast honum og samtíð hans með einum eða öðrum hætti. 800 ár eru liðin síðan höfðinginn Hrafn Sveinbjarnarson var tekinn af lífi á Eyri við Arnarfjörð. Hrafns saga Sveinbjarnarsonar er ævisaga hans, rituð um 1250. Sagan er ein samtíðarsagna, varðveitt bæði sérstök og sem hluti af Sturlungu. Í erindi sínu mun Úlfar ræða samsetningu sögunnar, þá mynd sem sagan gefur af Hrafni og þær breytingar sem höfundur Sturlungu gerði á sögunni þegar hann skeytti henni við aðrar sögur í samsteypu sinni. Úlfar er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Áður var hann forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals frá 1988 til 2006. Hann var gistikennari í norrænum fræðum við University of Chicago frá 1986 til 1987. Úlfar hefur setið í stjórn Snorrastofu í Reykholti frá því henni var komið á fót. Úlfar lauk doktorsprófi frá Kaliforníuháskóla í Berkeley árið 1986. Doktorsritgerð hans fjallaði um frásagnarfræði Sturlungu. Hann hefur haldið fyrirlestra um Sturlunga sögu víða, bæði heima og erlendis, og birt fjölda greina um sagnasamsteypuna og sögur hennar. Árið 2010 kom út hjá Háskólaútgáfunni bók hans: Ætt og saga: Um frásagnarfræði Sturlungu eða Íslendinga sögu hinnar miklu. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.30 og er aðgangseyrir 500 krónur. Boðið er til kaffiveitinga í hléi og svo er umræða að þeim loknum.
Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“