Umfjöllun, viðtöl og tölfræði: Fram - HK 29-23 Elvar Geir Magnússon í Safamýri skrifar 26. september 2013 21:30 Mynd/Daníel Íslandsmeistarar Fram spiluðu vel í kvöld og unnu sanngjarnan 29-23 sigur er HK kom í heimsókn í Safamýrina. Jafnræði var með liðunum í sveiflukenndum fyrri hálfleik þar til Framarar spýttu í lófana skömmu fyrir hlé og tóku yfirhöndina. Eftir hálfleik héldu þeir áfram á fullu gasi og sáu til þess að spennu var ekki hleypt í leikinn. Þarna voru að mætast Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára en síðan þá hefur mikið magn vatns runnið til sjávar og fyrir mótið var þessum liðum spáð tveimur neðstu sætunum. Framarar voru baráttuglaðir í kvöld og léku með hjartanu. HK byrjaði vel en fátt gekk upp hjá liðinu þegar líða fór á leikinn. Ekki varð staðan betri þegar Daníel Berg Grétarsson meiddist á hné, fór af velli á börum og var svo fluttur upp á sjúkrahús. Fram slappað aldrei af og náði mikilvægum sigri eftir að hafa fengið skell í fyrstu umferð. Það verður að hrósa Dananum í marki Fram einnig. Hann varði vel og oft á tíðum mjög erfið skot. Rigtig god. Tók alls 21 skot þegar allt er talið saman.Leó Snær: Ekki raunverulegur munur á liðunumLeó Snær Pétursson átti flottan leik fyrir HK í kvöld, skoraði sex mörk, en þau dugðu skammt gegn Frömurum. "Þetta byrjaði ágætlega en í seinni hálfleik var eins og við hefðum gefist upp. Mér fannst þetta ekki vera raunverulegur munur á liðunum. Við áttum miklu meira inni að mínu mati," sagði Leó eftir leikinn. "Það var eins og við misstum bara trúna og allt í einu fórum við að klikka á ótrúlegustu hlutum. Eitthvað sem við vorum ekki að gera á móti FH til dæmis. Það var meginástæðan fyrir þessum úrslitum fannst mér." "Það var skarð fyrir skildi að missa svo Daníel Berg meiddan af velli. Ég vona að þetta sé ekki alvarlegt samt." Þessum tveimur liðum var spáð neðstu sætum deildarinnar. Eru þetta tvö slökustu lið deildarinnar? "Ekki að mínu mati. Langt í frá. En við erum að spila okkur ennþá saman. Við virðumst eiga smá í land ennþá en komum vonandi sterkir í næsta leik. Við lyftum hausnum bara upp, það þýðir ekki að grafa sig niður út af þessu. Tímabilið er nýbyrjað," sagði Leó Snær.Garðar Sigurjóns: Þessar treyjur eru drasl Framarar töpuðu illa fyrir Akureyri í fyrstu umferð deildarinnar en allt annað var að sjá til liðsins í kvöld. Hinn baráttuglaði Garðar Sigurjónsson var sáttur með leikinn í kvöld. "Leikurinn fyrir norðan var allt í lagi varnarlega í fyrri hálfleik en slakur sóknarlega. Seinni hálfleikurinn var svo algjört drasl. En núna er ég mjög ánægður með allan leikinn. Við hefðum getað nýtt færin aðeins betur en heilt yfir mjög sáttur," sagði Garðar. "Þetta var sveiflukennt í fyrri hálfleiknum en svo þegar það voru um það bil sjö mínútur eftir af fyrri hálfleiknum tókum við völdin. Við töluðum um það í hálfleiknum að við ætluðum ekki að slaka á. Þó að við myndum klúðra fyrsta skoti eða fá á okkur mark þá var bara málið að halda áfram." "Við vitum alveg hvað HK getur. Þeir sýndu það á móti FH í síðasta leik þar sem þeir rúlluðu yfir þá í seinni hálfleik. Við ætluðum ekki að láta það gerast hjá okkur." Flottur karakter hjá Fram í kvöld eftir skellinn í fyrsta leik. "Þetta var mjög flottur karakter. Við sýndum það gegn ÍR í meistarar meistaranna að við ætlum ekki að gefast upp. Hvað gerðist á Akureyri veit ég ekki. Ég get lofað ykkur því að við ætlum ekki að gefast upp, alveg sama hver mótherjinn er." "Liðið okkar er mikið breytt frá því í fyrra og sárafáir eftir sem spiluðu stór hlutverk. En maður kemst langt á baráttunni og hjartanu... það verður örugglega fyrirsögnin," sagði Garðar kíminn. "Við vitum að á blaði erum við ekki með sterkasta hópinn og vitum að við þurfum að berjast Það geta allir barist. HK sýndi gegn FH hverju baráttan getur skilað." Treyja Garðars rifnaði snemma leiks í kvöld. "Þetta gerðist eftir tvær sóknir og gerðist líka á móti ÍR. Ég kom inn gegn ÍR og treyjan var strax farin. Þetta er algjört drasl." Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Íslandsmeistarar Fram spiluðu vel í kvöld og unnu sanngjarnan 29-23 sigur er HK kom í heimsókn í Safamýrina. Jafnræði var með liðunum í sveiflukenndum fyrri hálfleik þar til Framarar spýttu í lófana skömmu fyrir hlé og tóku yfirhöndina. Eftir hálfleik héldu þeir áfram á fullu gasi og sáu til þess að spennu var ekki hleypt í leikinn. Þarna voru að mætast Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára en síðan þá hefur mikið magn vatns runnið til sjávar og fyrir mótið var þessum liðum spáð tveimur neðstu sætunum. Framarar voru baráttuglaðir í kvöld og léku með hjartanu. HK byrjaði vel en fátt gekk upp hjá liðinu þegar líða fór á leikinn. Ekki varð staðan betri þegar Daníel Berg Grétarsson meiddist á hné, fór af velli á börum og var svo fluttur upp á sjúkrahús. Fram slappað aldrei af og náði mikilvægum sigri eftir að hafa fengið skell í fyrstu umferð. Það verður að hrósa Dananum í marki Fram einnig. Hann varði vel og oft á tíðum mjög erfið skot. Rigtig god. Tók alls 21 skot þegar allt er talið saman.Leó Snær: Ekki raunverulegur munur á liðunumLeó Snær Pétursson átti flottan leik fyrir HK í kvöld, skoraði sex mörk, en þau dugðu skammt gegn Frömurum. "Þetta byrjaði ágætlega en í seinni hálfleik var eins og við hefðum gefist upp. Mér fannst þetta ekki vera raunverulegur munur á liðunum. Við áttum miklu meira inni að mínu mati," sagði Leó eftir leikinn. "Það var eins og við misstum bara trúna og allt í einu fórum við að klikka á ótrúlegustu hlutum. Eitthvað sem við vorum ekki að gera á móti FH til dæmis. Það var meginástæðan fyrir þessum úrslitum fannst mér." "Það var skarð fyrir skildi að missa svo Daníel Berg meiddan af velli. Ég vona að þetta sé ekki alvarlegt samt." Þessum tveimur liðum var spáð neðstu sætum deildarinnar. Eru þetta tvö slökustu lið deildarinnar? "Ekki að mínu mati. Langt í frá. En við erum að spila okkur ennþá saman. Við virðumst eiga smá í land ennþá en komum vonandi sterkir í næsta leik. Við lyftum hausnum bara upp, það þýðir ekki að grafa sig niður út af þessu. Tímabilið er nýbyrjað," sagði Leó Snær.Garðar Sigurjóns: Þessar treyjur eru drasl Framarar töpuðu illa fyrir Akureyri í fyrstu umferð deildarinnar en allt annað var að sjá til liðsins í kvöld. Hinn baráttuglaði Garðar Sigurjónsson var sáttur með leikinn í kvöld. "Leikurinn fyrir norðan var allt í lagi varnarlega í fyrri hálfleik en slakur sóknarlega. Seinni hálfleikurinn var svo algjört drasl. En núna er ég mjög ánægður með allan leikinn. Við hefðum getað nýtt færin aðeins betur en heilt yfir mjög sáttur," sagði Garðar. "Þetta var sveiflukennt í fyrri hálfleiknum en svo þegar það voru um það bil sjö mínútur eftir af fyrri hálfleiknum tókum við völdin. Við töluðum um það í hálfleiknum að við ætluðum ekki að slaka á. Þó að við myndum klúðra fyrsta skoti eða fá á okkur mark þá var bara málið að halda áfram." "Við vitum alveg hvað HK getur. Þeir sýndu það á móti FH í síðasta leik þar sem þeir rúlluðu yfir þá í seinni hálfleik. Við ætluðum ekki að láta það gerast hjá okkur." Flottur karakter hjá Fram í kvöld eftir skellinn í fyrsta leik. "Þetta var mjög flottur karakter. Við sýndum það gegn ÍR í meistarar meistaranna að við ætlum ekki að gefast upp. Hvað gerðist á Akureyri veit ég ekki. Ég get lofað ykkur því að við ætlum ekki að gefast upp, alveg sama hver mótherjinn er." "Liðið okkar er mikið breytt frá því í fyrra og sárafáir eftir sem spiluðu stór hlutverk. En maður kemst langt á baráttunni og hjartanu... það verður örugglega fyrirsögnin," sagði Garðar kíminn. "Við vitum að á blaði erum við ekki með sterkasta hópinn og vitum að við þurfum að berjast Það geta allir barist. HK sýndi gegn FH hverju baráttan getur skilað." Treyja Garðars rifnaði snemma leiks í kvöld. "Þetta gerðist eftir tvær sóknir og gerðist líka á móti ÍR. Ég kom inn gegn ÍR og treyjan var strax farin. Þetta er algjört drasl."
Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira