Borga 90 milljarða vegna verðsamráðs Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2013 17:59 Starfsmenn í bílaverksmiðju Chrysler Í vikunni var kveðinn upp dómur gegn níu japönskum fyrirtækjum sem framleiða íhluti í bíla vegna verðsamráðs. Voru þau dæmd til að greiða 90 milljarða króna vegna brota sinna. Fyrirtækin níu höfðu sín á milli ákveðið verð íhlutanna sem þau síðan seldu mörgum af þekktari bílaframleiðendum heimsins. Þau eru Toyota, Honda, Mitsubishi, Nissan, Subaru, Ford, Chrysler og General Motors. Gríðarleg viðskipti eru að baki þessa samráðs og er virði þeirra íhluta sem seldir voru þessum bílafyrirtækjum ríflega 600 milljarðar króna. Stjórnendur íhlutframleiðendanna eru í slæmum málum en ekki er búið að kveða upp refsidóma þeirra, eingöngu sektarupphæð fyrirtækjanna. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent
Í vikunni var kveðinn upp dómur gegn níu japönskum fyrirtækjum sem framleiða íhluti í bíla vegna verðsamráðs. Voru þau dæmd til að greiða 90 milljarða króna vegna brota sinna. Fyrirtækin níu höfðu sín á milli ákveðið verð íhlutanna sem þau síðan seldu mörgum af þekktari bílaframleiðendum heimsins. Þau eru Toyota, Honda, Mitsubishi, Nissan, Subaru, Ford, Chrysler og General Motors. Gríðarleg viðskipti eru að baki þessa samráðs og er virði þeirra íhluta sem seldir voru þessum bílafyrirtækjum ríflega 600 milljarðar króna. Stjórnendur íhlutframleiðendanna eru í slæmum málum en ekki er búið að kveða upp refsidóma þeirra, eingöngu sektarupphæð fyrirtækjanna.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent