Naut ruglast á mótorhjóli og kú Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2013 08:45 Vonbrigði nautsins sem hér sést hafa fyrir víst verið mikil. Eins og flest önnur naut ætlaði það að sinna náttúrlegri skyldu sinni og fjölga í eigin stofni. Ekki verður þó fallegur kálfur til í þetta sinn. Nautið hélt að þar færi bærileg kú en reyndin var sú að þar fór álitlegt mótorhjól. Skondnar eru aðfarir nautsins er það hnusar fyrst að stýri hjólsins, röltir síðan aftur fyrir það og prílar svo aftan á það fullt áhuga og ákveðið í að sinna skyldu sinni. Við það fellur hjólið og vonbrigðin og undrun nautsins þess meiri. Vonandi tekst betur til við næstu sæðingu þessa duglega nauts. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent
Vonbrigði nautsins sem hér sést hafa fyrir víst verið mikil. Eins og flest önnur naut ætlaði það að sinna náttúrlegri skyldu sinni og fjölga í eigin stofni. Ekki verður þó fallegur kálfur til í þetta sinn. Nautið hélt að þar færi bærileg kú en reyndin var sú að þar fór álitlegt mótorhjól. Skondnar eru aðfarir nautsins er það hnusar fyrst að stýri hjólsins, röltir síðan aftur fyrir það og prílar svo aftan á það fullt áhuga og ákveðið í að sinna skyldu sinni. Við það fellur hjólið og vonbrigðin og undrun nautsins þess meiri. Vonandi tekst betur til við næstu sæðingu þessa duglega nauts.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent