Fimm Íslendingar keppa í MMA í kvöld Kristjana Arnarsdóttir skrifar 14. september 2013 13:18 Bjarki Ómarsson, Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Björn Diego Valencia mun öll keppa fyrir hönd Mjölnis á Euro Fight Night í Dublin. „Það er búið að vera langur aðdragandi að þessu en við reynum alltaf að taka þriggja mánaða undirbúning fyrir hverja keppni,“ segir Jón Viðar Arnþórsson formaður Mjölnis, sem staddur er í Dublin á Írlandi. Þar fer í kvöld fram svokallað Euro Fight Night og munu fimm Íslendingar keppa fyrir hönd Mjölnis í blönduðum bardagalistum eða MMA. Einn aðalþjálfari Mjölnis, John Kavanagh, stendur fyrir keppninni en allt í allt fara tólf bardagar fram. Þetta er í fyrsta skipti sem Mjölnir sendir konu til keppni en Sunna Rannveig Davíðsdóttir mun berjast við Amöndu English frá Írlandi í kvöld. Jón Viðar telur Sunnu eiga mjög góða möguleika gegn Amöndu. „Við erum mjög bjartsýn á þetta allt saman og hún á að eiga mjög góða möguleika. Sunna hefur barist nokkra bardaga, fimm kickbox muay thai bardaga í Tælandi og einn MMA bardaga og hún vann þá alla,“ segir Jón Viðar, og bætir við að fáir þoli högg frá Sunnu. Auk Sunnu munu þeir Bjarki Ómarsson, Diego Björn Valencia, Bjarki Þór Pálsson og Egill Öyvind Hjördísarson berjast í kvöld. Hópurinn undirbýr sig nú af kappi fyrir kvöldið. „Við erum búin að vera hér úti í tvo, þrjá daga núna og reynum alltaf að borða saman og sofa vel. Svo förum við í höllina á eftir og þar fara allir í læknisskoðun og farið verður yfir reglurnar. Að lokum verða allar hendur vafnar og þá erum við til í slaginn.“ Bardagarnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsending kl. 20. MMA Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
„Það er búið að vera langur aðdragandi að þessu en við reynum alltaf að taka þriggja mánaða undirbúning fyrir hverja keppni,“ segir Jón Viðar Arnþórsson formaður Mjölnis, sem staddur er í Dublin á Írlandi. Þar fer í kvöld fram svokallað Euro Fight Night og munu fimm Íslendingar keppa fyrir hönd Mjölnis í blönduðum bardagalistum eða MMA. Einn aðalþjálfari Mjölnis, John Kavanagh, stendur fyrir keppninni en allt í allt fara tólf bardagar fram. Þetta er í fyrsta skipti sem Mjölnir sendir konu til keppni en Sunna Rannveig Davíðsdóttir mun berjast við Amöndu English frá Írlandi í kvöld. Jón Viðar telur Sunnu eiga mjög góða möguleika gegn Amöndu. „Við erum mjög bjartsýn á þetta allt saman og hún á að eiga mjög góða möguleika. Sunna hefur barist nokkra bardaga, fimm kickbox muay thai bardaga í Tælandi og einn MMA bardaga og hún vann þá alla,“ segir Jón Viðar, og bætir við að fáir þoli högg frá Sunnu. Auk Sunnu munu þeir Bjarki Ómarsson, Diego Björn Valencia, Bjarki Þór Pálsson og Egill Öyvind Hjördísarson berjast í kvöld. Hópurinn undirbýr sig nú af kappi fyrir kvöldið. „Við erum búin að vera hér úti í tvo, þrjá daga núna og reynum alltaf að borða saman og sofa vel. Svo förum við í höllina á eftir og þar fara allir í læknisskoðun og farið verður yfir reglurnar. Að lokum verða allar hendur vafnar og þá erum við til í slaginn.“ Bardagarnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsending kl. 20.
MMA Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum