Tugþúsundir brúa í Bandaríkjunum að hruni komnar Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2013 09:28 Í bandaríska vegakerfinu eru skráðar 607.380 brýr og eru um 10% þeirra í svo slæmu ástandi að þær verða að teljast stórhættulegar. Um 20.000 af þeim eru í svo slæmu ástandi að talið er að ef aðeins einn hlutur í þeim gefur eftir muni þær hrynja. Helsta ástæða þessarar stöðu er sú staðreynd að þegar flestar þessara brúa voru smíðaðar voru þær gerðar fyrir mun léttari bíla en nú eru á götunum og auk þess mun minni umferð. Margar af þessum brúm eru í svo slæmu ástandi að sérfræðingar telja að það sé aðeins spurning um örfáa mánuði eða ár þar til þær hrynja. Verða þá margir vegfarendur í hættu. Svo slæmt er þetta ástand allt að skrifaðar hafa verið bækur um málið. Höfundur einnar þeirrar; Too Big to Fall: America's Failing Infrastructure and the Way Forward, segir að þarna sé á ferðinni tímasprengja sem tifar hraðar og hraðar. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent
Í bandaríska vegakerfinu eru skráðar 607.380 brýr og eru um 10% þeirra í svo slæmu ástandi að þær verða að teljast stórhættulegar. Um 20.000 af þeim eru í svo slæmu ástandi að talið er að ef aðeins einn hlutur í þeim gefur eftir muni þær hrynja. Helsta ástæða þessarar stöðu er sú staðreynd að þegar flestar þessara brúa voru smíðaðar voru þær gerðar fyrir mun léttari bíla en nú eru á götunum og auk þess mun minni umferð. Margar af þessum brúm eru í svo slæmu ástandi að sérfræðingar telja að það sé aðeins spurning um örfáa mánuði eða ár þar til þær hrynja. Verða þá margir vegfarendur í hættu. Svo slæmt er þetta ástand allt að skrifaðar hafa verið bækur um málið. Höfundur einnar þeirrar; Too Big to Fall: America's Failing Infrastructure and the Way Forward, segir að þarna sé á ferðinni tímasprengja sem tifar hraðar og hraðar.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent