Fleiri sportbílar frá Skoda Finnur Thorlacius skrifar 17. september 2013 14:30 Skoda Octavia RS Síðustu fréttir úr herbúðum Skoda eru á þann veg að sportlegum bílum frá tékkneska framleiðandanum muni fjölga á næstunni. Skoda hefur í nokkurn tíma framleitt Octavia RS og Fabia vRS sportbílana. Heyrst hefur að Skoda vinni nú að sportlegum jepplingi sem hvorki verður hár frá vegi né til þaksins. Einnig segja raddir að von sé á Octavia bíl með coupe-lagi sem verður álíka sportlegur bíll og Volkswagen CC. Á bílasýningunni í Frankfürt, sem nú stendur yfir, var forstjóri Skoda, Dr. Vahland, spurður að því hvort vænta mætti fleiri sportlegra bíla og af viðbrögðum hans að dæma má einmitt eiga von á því. Skoda hefur að mestu látið systurfyrirtæki sín, Volkswagen og Audi, um sviðið í formi tvinnbíla og hreinna rafmagnsbíla. Þó er á prjónunum að bjóða Plug-In-Hybrid Skoda bíl, en nokkuð er í að svo verði. Skoda virðist því ætla að halla sér fremur í áttina að sportlegri bílum í bili og láta hinum fyrirtækjunum í Volkswagen stórfjölskyldunni um þróun umhverfisvænna bíla sem byggja á nýrri tækni, en bæta henni svo í vörulínu sína þegar reynsla er komin á tæknina. Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent
Síðustu fréttir úr herbúðum Skoda eru á þann veg að sportlegum bílum frá tékkneska framleiðandanum muni fjölga á næstunni. Skoda hefur í nokkurn tíma framleitt Octavia RS og Fabia vRS sportbílana. Heyrst hefur að Skoda vinni nú að sportlegum jepplingi sem hvorki verður hár frá vegi né til þaksins. Einnig segja raddir að von sé á Octavia bíl með coupe-lagi sem verður álíka sportlegur bíll og Volkswagen CC. Á bílasýningunni í Frankfürt, sem nú stendur yfir, var forstjóri Skoda, Dr. Vahland, spurður að því hvort vænta mætti fleiri sportlegra bíla og af viðbrögðum hans að dæma má einmitt eiga von á því. Skoda hefur að mestu látið systurfyrirtæki sín, Volkswagen og Audi, um sviðið í formi tvinnbíla og hreinna rafmagnsbíla. Þó er á prjónunum að bjóða Plug-In-Hybrid Skoda bíl, en nokkuð er í að svo verði. Skoda virðist því ætla að halla sér fremur í áttina að sportlegri bílum í bili og láta hinum fyrirtækjunum í Volkswagen stórfjölskyldunni um þróun umhverfisvænna bíla sem byggja á nýrri tækni, en bæta henni svo í vörulínu sína þegar reynsla er komin á tæknina.
Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent