Íslenski boltinn

Freyr vill hafa sína leikmenn fríska - bara ein æfing á dag

Freyr Alexandersson á fundinum í dag.
Freyr Alexandersson á fundinum í dag. Mynd/Valli
Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp en hann á blaðamannafundinum lagði hann mikla áherslu á það að stelpurnar muni ekki æfa oftar en einu sinni á dag.

Liðið kemur saman 22. september en leikurinn á móti Sviss er síðan fjórum dögum síðar. Liðið verður með opna æfingu tveimur dögum fyrir leikinn sem fer fram á Laugardalsvellinum. Hópurinn kemur svo aftur saman 28. október fyrir leikinn gegn Serbíu en hann verður í Belgrad 31. október.

„Við fáum ekkert út úr því að æfa tvisvar á dag. Ég vil hafa leikmenn fríska,“ sagði Freyr á fundinum í dag.

Íslenska kvennalandsliðið spilar átta af tíu leikjum sínum í riðlinum á næsta ári en liðið mun berjast um sæti á HM í Kanada 2015 við Danmörku, Serbíu, Sviss, Ísrael og Möltu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×